Kennsla
Landspítali er háskólasjúkrahús og gegnir veigamiklu hlutverki í því að afla nýrrar þekkingar í heilbrigðisvísindum. Öflugt vísindastarf er forsenda góðrar heilbrigðisþjónustu og menntunar heilbrigðisstétta. Engar framfarir verða án rannsókna. 

Kennsla og rannsóknir sem tengjast endurhæfingu eru innan læknisfræði, hjúkrunar, iðjuþjálfunar, sjúkraþjálfunar, talmeinafræði og sálfræði. Áhersla er á samstarf við menntastofnanir sem sinna kennslu heilbrigðisstétta svo sem Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Þannig tvinnast saman menntun og rannsóknir í daglegum störfum á deildinni. 

Lögð er áhersla á uppbyggingu vísindarannsókna með það að leiðarljósi að aukin þekking bæti þjónustuna. Samvinna er einnig við heilbrigðisstofnanir erlendis í tengslum við vísindastarf endurhæfingardeildar Landspítala.

Matstæki

Á Grensási eru notuð ýmis matstæki til að skoða og meta sjúklinginn. Hver fagstétt hefur sín mælitæki en FIM er alþjóðlegt þverfaglegt mælitæki sem notað er á endurhæfingardeildum víða um heim. 

Functional Independence Measure - FIM
FIM er matstæki sem metur ýmsar athafnir daglegs lífs og þörf fyrir umönnun.

Sjá FIM á vefnum