Gott að vita

Útskrift

Áætluð meðferðarlengd er mjög breytileg. Um leið og sjúklingur treystir sér til fer hann í dagleyfi / helgarleyfi og svo á dagdeild þegar aðstæður leyfa. Þátttaka og virkni sjúklings og fjölskyldu skipta miklu máli í endurhæfingarferlinu. Fræðsla er mikilvægur þáttur í aðlögun að breytingum sem verða á högum sjúklings og fjölskyldu.

Fljótlega eftir innlögn er haldinn markmiðsfundur með sjúklingi (og nánum aðstandanda ef þörf er á) og meðferðarteymi þar sem farið er yfir meðferðaráætlunina og sett áætluð dagsetning fyrir útskrift. Þar gefst gott tækifæri til að spyrja spurninga og miðla upplýsingum. Sjúklingur setur sér markmið í samvinnu við meðferðarteymið.

Fyrstu drög að útskriftaráætlun eru gerð á markmiðsfundi þar sem metin er þörf fyrir heimilisathugun, hjálpartæki, ökumat, ferðaþjónustu og fleira. Þátttaka í samfélaginu er metin svo sem atvinna og tómstundir.

Á Grensásdeild klæðast allir eigin fatnaði og er mikilvægt að hann sé þægilegur, t.d. íþróttafatnaður. Í sjúkrahúsumhverfi er nauðsynlegt að gæta fyllsta hreinlætis og taka með næg föt til skiptanna.

Hentugur skófatnaður m.t.t. þjálfunar er nauðsynlegur.
Gott að taka með sundföt ef nýta á sundlaugina.
Aðstandendur sjá um að þvo föt sjúklinga.
Sjúklingar koma með hársápu, tannbursta, tannkrem og aðra snyrtivöru.
Heimilt er að taka með sér GSM síma, fartölvu og útvarp með heyrnartólum.

Deildin tekur ekki ábyrgð á persónulegum verðmætum nema ef þau eru afhent starfsfólki til geymslu í læstri hirslu.

Sjónvörp eru í dagstofum og herbergjum. 
Þráðlaust tölvunet er til staðar. Hægt er að fá aðgang að gestaneti Landspítala til að komast á Netið og nota tölvupóst. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna hér >>

Tvær tölvur og prentari eru í dagstofum.
Útvarp, bækur og spil eru í dagstofum.
Þvottavél er á deildinni til afnota fyrir þá sem búa á landsbyggðinni og geta sjálfir þvegið af sér.

Sjálfsalar eru á fyrstu hæð – gos, sælgæti og kaffi.
Vatnsvél á er fyrstu hæð.
Borðtennisborð og pílukast í kjallara (spaðar og pílur eru í iðjuþjálfun).

'ur rúmi í hjólastól
Mikilvægt er að sjúklingar taki þátt í eigin meðferð eins og kostur er. Jákvæðni og virk þátttaka skiptir miklu máli og flýtir fyrir bata. Heilbrigðisstarfsfólk veitir til þess nauðsynlega fræðslu og stuðning.

Sjúklingar bera ábyrgð á eigin heilsu eftir því sem þeir eru færir um. Það gera þeir með þeim lífsstíl sem þeir temja sér og með því að nýta sér ráðlagða meðferð.

Réttindi og skyldur
Sjúklingaráðin tíu

Stuðningur fjölskyldu og vina skiptir miklu máli og getur haft áhrif á að efla sjálfstraust eftir áfall eða slys. Þátttaka fjölskyldu og jákvæð og opin umræða getur hjálpað til við að yfirvinna hindranir og efla lífsviljann.

Það er mikilvægt að vita hvað sjúklingur getur gert sjálfur og hvetja hann til að nýta það sem hann lærir í þjálfuninni á deild. Það er nauðsynlegt að heimfæra það sem lært er yfir á daglegar athafnir. Öryggi við að framkvæma næst einungis með því að endurtaka það sem lært er. Fjölskyldunni er velkomin að taka þátt í umönnun ástvina sinna eins og kostur er í samvinnu við starfsfólk sem er ætíð reiðubúið að veita stuðning, upplýsingar og fræðslu.

Allt sem fjölskyldan getur gert til að gleðja sjúkling og stytta honum stundir er kærkomið en æskilegt er að það sé í samráði við starfsfólk deildar. Ávallt skal hafa í huga að endurhæfing er fullt starf og ber að taka tillit til þess. Mikilvægt er að stytta sínum nánustu stundirnar, sérstaklega um helgar með því t.d. að fara út úr húsi ef möguleiki er, í heimsóknir til vina eða í stutta ferð heim strax og aðstæður leyfa. Tilvalið er að koma með mat eða annað sem sjúklingnum þykir gott. Einnig er í góðu lagi að koma með persónulega hluti s.s. myndaalbúm af fjölskyldu og vinum.

Markmiðsfundir

Markmiðsfundur er haldinn í upphafi endurhæfingar. Þetta er stuttur fundur, u.þ.b. 15 mínútur með sjúklingi. Á fundinum er staðan metin og sjúklingur setur sér endurhæfingarmarkmið ásamt sínu meðferðarteymi. Staðan og markmið eru síðan endurskoðuð eftir því sem þurfa þykir. Sett er fram áætluð útskriftardagsetning.

Fjölskyldufundir

Boðið er upp á fjölskyldufund fljótlega eftir komu. Sjúklingur og fjölskylda geta óskað eftir fundi eða viðtali við fagfólk eftir þörfum.
Fyrir fjölskyldufundi er gott að skrifa hjá sér punkta / spurningar til að taka með sér.
Áætluð tímalengd er 30 mínútur.

Teymið kynnir meðferðaráætlun, niðurstöður markmiðsfundar og áætlaðan dvalartíma.
Hér gefst gott tækifæri til að spyrja fagaðila spurninga.
Rætt um hvað fjölskyldan geti gert til stuðnings og hvaða þjónusta stendur til boða eftir útskrift.

Landspítali Grensási - fiskabúr
Þegar komið er á Grensásdeild eru alvarlegustu veikindin búin og fólk byrjar að byggja sig upp aftur. Það getur tekið langan tíma og jafnast á við fulla vinnu. Sumir eru í endurhæfingu í nokkrar vikur og aðrir í marga mánuði.

Eftir slys eða alvarleg veikindi finnur fólk oft fyrir mikilli þreytu sem getur verið erfitt að tala um og útskýra. Maður er þreyttur án þess að gera nokkuð. Í endurhæfingu byggir maður upp úthald og styrk og með tímanum eykst orka og úthald. Það er mjög misjafnt hversu vel fólk jafnar sig eftir veikindi eða slys. Sumir munu alltaf þurfa hjálp t.d. við að ganga, klæða sig eða borða. Aðrir verða næstum því eins og áður.

Þeim sem eru í endurhæfingu finnst gott að fá fjölskyldu og vini í heimsókn.  Það er líka í lagi að fara í æfingasalinn og fá að fylgjast með. Foreldri líður betur ef það veit að börnin halda áfram að vera dugleg, fara í skóla og íþróttir, sinna áhugamálum og hitta vini þrátt fyrir að vera ekki til taks á sama hátt og áður.

Ef sá sem er í endurhæfingu á erfitt með að tala eða skilja það sem sagt er getur verið gott að tala við einhvern og fá góð ráð. Það er gott að spyrja spurninga um veikindin. Það er t.d. hægt að tala við einhvern í fjölskyldunni eða spyrja starfsfólk á deildinni.

Hvern get ég talað við á deildinni?

Ef þér líður illa vegna þess að einhver þér nákominn er veikur getur þú leitað til starfsfólksins á deildinni, til dæmis hjúkrunarfræðings, læknis eða þjálfara sem geta sagt þér eða sýnt hvernig best er að hjálpa eða aðstoða ef þarf.

Við þessum spurningum er ekki til neitt eitt svar heldur er það misjafnt og fer eftir því hvað kom fyrir. Þess vegna er best að spyrja starfsfólk.
Á Landspítala gildir sú meginregla að heimsóknir til sjúklinga eru heimilar á öllum tímum dagsins.
Fólk er þó hvatt til þess að hafa samráð við hjúkrunarfræðinga á vakt um heimsóknir.

Þægilegasti heimsóknartíminn er frá kl. 15:00 til 20:00.

Húsinu er lokað kl. 21:00.

Fólk er beðið um að virða hvíldartíma sjúklinga og hafa í huga að flestir fara snemma á fætur til að fara í þjálfun.
Leyfi frá deildarstjóra þarf til að fá að koma með gæludýr á endurhæfingardeildina.
Öll notkun tóbaks er óleyfileg á grensásdeild sem og á öllum spítalanum

Landspítali er tóbakslaus stofnun.  Stefna hans í tóbaksvörnum gildir um Grensásdeild eins og aðrar deildir spítalans.