Leit
Loka

 

 

Verklagsreglur

Hjúkrun og lækningar

Sýna allt

Alþjóðlegar leiðbeiningar um lyfjameðferð fyrir og eftir opnar hjartaaðgerðir

Á Evrópuþingi hjartaskurðlækna (EACTS) sem haldið var í október 2017 í Vín í Austurríki voru gefnar út í fyrsta skipti evrópskar leiðbeiningar (Guidelines) um lyfjameðferð fyrir og eftir opnar hjartaaðgerðir.

Leiðbeiningarnar voru birtar í „European Journal of Cardiothoracic Surgery“ og snúa meðal annars að meðferð með blóðflöguhemjandi- og blóðþynningarlyfjum, beta- og ACE-hemlum og statínum.

Að leiðbeiningunum stóðu 13 hjartaskurðlæknar, svæfinga- og gjörgæslulæknar og hjartalæknar frá hinum ýmsu Evrópulöndum, þar á meðal Tómas Guðbjartsson, prófessor og yfirlæknir á Landspítala.

Á síðastliðnum þremur árum hefur hópurinn kynnt sér þúsundir rannsókna, lagt mat á gæði þeirra og síðan hist á fundum í London til að ákveða hverjar leiðbeiningarnar yrðu.

Markmið og umfang

Markmiðið er að tryggja markvissa, samræmda skráningu, auðvelda talningu og úrvinnslu gagna. Einnig að tryggja einfalda og skilvirka verkferla í skráningu hjúkrunarbréfa og beiðna um heimahjúkrun.

Ábyrgð

Yfirmenn hjúkrunar og ljósmæðra, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á Landspítala (LSH).

Skilgreining

 • Ritun beiðnar um heimahjúkrun: Beiðni um heimahjúkrun er rituð á LSH þegar sjúklingur er í þörf fyrir áframhaldandi hjúkrun við útskrift.
 • Rafræn sending beiðna og hjúkrunarbréfa: Beiðni og hjúkrunarbréf eru send rafrænt frá LSH til heimahjúkrunar í gegnum rafræna sjúkraskrá þegar sjúklingur útskrifast.
 • Rafrænt svar við beiðni um heimahjúkrun: Svar er sent rafrænt frá heimahjúkrun til LSH í gegnum rafræna sjúkraskrá þegar bréf/beiðni hefur verið mótttekin.
 • Móttaka rafrænna hjúkrunarbréfa frá heimahjúkrun: Þegar sjúklingur sem notið hefur heimahjúkrunar er lagður inn á LSH er sent hjúkrunarbréf rafrænt frá heimahjúkrun til LSH.

Framkvæmd á LSH

1.1 Ritun beiðnar um heimahjúkrun

a. Búin er til beiðni um heimahjúkrun í Eyðublöðum í Sögu. Beiðnin er sett í samskiptin„Hjúkrun“ í legulotunni. Búa þarf til blaðið:

 • „Beiðni um heimahjúkrun“ ef senda á til Heimaþjónustu Reykjavíkur og heimahjúkrunar á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (Mosfellsbær,
  Garðabær, Kópavogur, Hafnarfjörður)
 • „Hjúkrunarbréf“ ef senda á til annarra en HR.


Fylla út blaðið eins og við á og staðfestið það. Í beiðni um heimahjúkrun þarf nauðsynlega eftirfarandi upplýsingar:

 • Upplýsingar um aðstandendur og síma
 • Samantekt um innlögn og gang meðferðar
 • Niðurstöður rannsókna og mælinga sem skipta máli fyrir heimahjúkrun
 • Sjúkdómsgreiningar og virkar hjúkrunargreiningar
 • Yfirlit yfir virkar hjúkrunarmeðferðir
 • Sjálfsbjargar- og hreyfigeta
 • Hjálpartæki sem sjúklingur þarf
 • Önnur þjónusta

1.2 Rafræn sending beiðna og hjúkrunarbréfa

Senda þarf beiðni rafrænt til heimahjúkrunar að lágmarki 72 klst fyrir áætlaða útskrift sjúklings.

a. „Beiðni um heimahjúkrun“ er send rafrænt til Heimaþjónustu Reykjavíkur og heimahjúkrunar á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (Mosfellsbær,
Garðabær, Kópavogur, Hafnarfjörður) með því að velja (hægri smella á blað) „Rafræn blöð“ og „Senda rafrænt“, velja „HR_KOP Heilsug.st.Reykjavíkur og
Heimaþjónusta Reykjavíkur“. (ferli sem mun breytast þegar beiðni um heimahjúkrun verður komin í sömu rafrænu leið og hjúkrunarbréf).

b. Til annarra aðila en í lið a) s.s. Selfoss, Suðurnes, Akranes er „Hjúkrunarbréf“ notað til að senda beiðni um heimahjúkrun. Sendið blaðið rafrænt með því að velja (hægri smella) á staðfest blaðið, velja „Senda blað rafrænt“, leita að hjúkrun eða viðkomandi stað, skrá skilaboð um hver á að taka við blaðinu og smella á „Senda“.

Skilyrði og skýringar:

 • Óþarfi er að hringja í heimahjúkrun til að fá staðfestingu á því að beiðnin hafi verið móttekin (sjá lið 3).
 • Hægt er að biðja um þjónustu samdægurs ef hringt er í heimaþjónustu milli kl. 12-13 en beiðni verður að liggja fyrir áður (72 klst).
 • Ef sjúklingur hefur legið á Landspítala í 6 vikur eða lengur, er hann útskrifaður úr þjónustu heimahjúkrunar og því þarf að fylla út og senda nýja beiðni um heimahjúkrun.
 • Ef beiðni hefur verið send og útskrift hefur frestast í meira en 3 vikur, þá þarf að fylla út nýja beiðni og senda hana.
 • Ef um er að ræða flókna útskrift þarf stundum að óska eftir að iðjuþjálfi fari í heimavitjun áður og kanni aðstæður. Hann þarf síðan nauðsynlega að vera í
  sambandi við iðjuþjálfa hjá heimahjúkrun um framhaldið.
 • Ef verið er að óska eftir heimahjúkrun frá fleiri en einum aðila á sama tíma (s.s. Karitas, Heilsueflingu og heimahjúkrun) er nauðsynlegt að senda beiðnir á alla aðila og boða alla aðila á fund fyrir útskrift ef á þarf að halda.

1.3 Svar við rafrænni beiðni um heimahjúkrun

b. Heimaþjónusta Reykjavíkur: Þegar Heimaþjónusta Reykjavíkur tekur við beiðni um heimahjúkrun frá Landspítala, sendir hún rafrænt hjúkrunarbréf til baka með upplýsingum um móttöku beiðnarinnar, um afgreiðslu hennar eða ef óskað er eftir frekari upplýsingum. Stefnt er að því að svar verði sent fyrir kl. 16 sama dag rafrænt til LSH. Heimahjúkrun hefur samband símleiðis við deildina ef þörf krefur (ferli sem mun breytast þegar beiðni um heimahjúkrun verður komin í sömu rafrænu leið og hjúkrunarbréf).

c. Aðrir en Heimaþjónusta Reykjavíkur: Þegar hjúkrunarbréf er sent sem beiðni, er hægt að fylgjast með stöðu bréfsins í rafrænni slóð þess í Sögu á LSH (móttekið, lesið). Heimahjúkrun sendir rafræn hjúkrunarbréf á LSH með upplýsingum um afgreiðslu beiðni og ef óskað er eftir frekari upplýsingum innan 36 klst frá móttöku beiðni.

c. Ef þörf krefur hringir hjúkrunarfræðingur LSH í heimahjúkrun á milli kl. 12 -13 útskriftardag til að staðfesta útskrift eða fresta henni. Einnig til að fá upplýsingar um áætlaða fyrstu heimsókn ef það kemur ekki fram í hjúkrunarbréfi frá heimahjúkrun.

1.4 Móttaka rafrænna hjúkrunarbréfa frá heimahjúkrun

Landspítali tekur við rafrænum hjúkrunarbréfum frá heimahjúkrun, heilsugæslu og heilbrigðisstofnun. Tilkynning um rafrænt hjúkrunarbréf fer sem skilaboð í Sögu á alla hjúkrunarfræðinga viðkomandi deildar og aðsent hjúkrunarbréf sést samskiptum sem heita „Aðsend bréf“.

Æskilegt er að senda hjúkrunarbréf til Landspítala með þeim einstaklingum sem hafa verið í heimahjúkrun og koma á bráðamóttöku eða leggjast inn á LSH.

 HKG / LÞ / 31.8.2012 

 

Landspítali tók 3. október 2017 upp nýtt verklag við móttöku og meðferð sjúklinga með brátt heilaslag.

Markmiðið er að bæta horfur sjúklinga með brátt blóðþurrðarslag sem koma til meðferðar á spítalann.

Langalgengasta orsök blóðþurrðarslags er skyndileg stífla í slagæð vegna blóðsega sem stöðvar eðlilegt blóðflæði til heila. Slík blóðflæðiskerðing veldur fljótt varanlegri skemmd í heila.

Við slík veikindi er meðferð sem miðar að enduropnun slagæðarinnar eins fljótt og unnt er algjört lykilatriði. Meðferðin felur í sér að blóðseginn er leystur upp eða fjarlægður til að koma aftur á eðlilegu blóðflæði. Slík meðferð minnkar varanlegan skaða og fötlun sjúklinga.

Hægt er að veita slíka enduropnunarmeðferð með tvennu móti, annars vegar með gjöf segaleysandi lyfs í æð og hins vegar segabrottnámi með æðaþræðingu. Árangur beggja meðferða er mjög tímaháður, því fyrr sem meðferðin er veitt því minni skaði hlýst og betri verða horfur sjúklinganna.

Landspítali hefur veitt segaleysandi meðferð allt frá árinu 1999 en verklagið sem farið hefur verið eftir er frá árinu 2011 og er ekki lengur í takt við nýjustu kröfur. Það er stefna spítalans að þjónusta betur þennan hóp sjúklinga með því að bæta gæði segaleysandi meðferðar og innleiða fljótlega segabrottnámsmeðferð á spítalanum.

Nýtt verklag hefur það að höfuðmarkmiði að stytta tímann frá upphafi blóðþurrðarslags að gjöf segaleysandi meðferðar frá því sem nú er.
Verklaginu er einnig ætlað að leggja tryggan grunn að innleiðingu segabrottnámsmeðferðar á Landspítalanum.

Nýja verklagið er gjörbreyting á núverandi verklagi frá árinu 2011. Í umsvifum nær það til utanspítalaþjónustu, bráðamóttöku, röntgen-, tauga- og gjörgæsludeildar spítalans. Það er unnið af þverfaglegum verkefnahóp (skipuðum einstaklingum úr mismunandi stéttum) frá öllum þessum deildum spítalans.

Verklagið er mjög framsækið og felur í sér öll nýleg tilmæli amerísku hjarta- og slagsamtakanna (American Heart Association, American Stroke Association) um lykilþætti vandaðra vinnubragða við slíka móttöku og meðferð. Gæða- og öryggisprófun verklagsins fór fram sumarið 2017 með endurteknum æfingum innan Landspítala.

Með nýju verklagi stígur Landspítali stórt skref fram á við í þjónustu og meðferð við sjúklinga með brátt blóðþurrðarslag og ryður brautina fyrir stefnumáli spítalans að innleiða segabrottnámsmeðferð eins fljótt og unnt er.


(Útgefið: 3. október 2017)

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?