Leit
Loka

 

 

Tilvísanir

Hér eru dregnar saman leiðir heilsugæslu og annarra til að vísa skjólstæðingum í þjónustu Landspítala.

Hagnýtar upplýsingar

Almennt skulu tilvísanir berast rafrænt til Landspítala á eyðublaðinu Tilvísanir í Sögu. Ekki er hægt að tryggja rétta meðhöndlun tilvísunar ef hún berst á öðru eyðublaði s.s. læknabréfi, göngudeildarskrá, tölvupósti eða bréfi.

Því betur sem tilvísun er unnin með upplýsingum um ástæðu fyrir tilvísun, heilsufarssögu, lyfjanotkun og rannsóknum sem hafa verið gerðar því betur gengur að koma tilvísun í réttan farveg. Þá er mikilvægt að velja réttan viðtakanda (sérgrein eða móttökueiningu).

Athygli er vakin á því að nokkrar sérgreinar / starfseiningar (rannsóknir) eru með beiðnir í Heilsugátt  undir flipanum rannsóknir og tilvísanir og eru tilvísendur hvattir til að kynna sér og nota þær beiðnir.

Ef óska á er eftir þjónustu fyrir sjúklinga á dag-og göngudeildum geðsviðs er mikilvægt að kynna sér hvernig sækja á um. 

Eftirfarandi leiðir eru mögulegar:

 • Æskilegast er að fylla út eyðublaðið ,,Tilvísun milli stofnana” í Sögu
 • Hægt að sækja um með því að fylla út eyðublöð sem útbúin hafa verið fyrir þá þjónustu sem óskað er eftir (sjá uppl. neðar)
 • Hægt að gera tilvísun til göngudeildar geðviðs í gegnum Heilsugátt undir flipanum tilvísanir og velja göngudeild geðsviðs 

Ekki er hægt að tryggja móttöku tilvísunar ef hún send með læknabréfi, göngudeildarskrá eða öðrum eyðublöðum. Mikilvægt er að velja réttan viðtakanda. 
Ef tilvísun er send bréflega þarf að senda hana í ábyrgðarpósti.

Æskilegt er að tilvísun sé vel unnin og innihaldi viðeigandi upplýsingar til að hægt sé að taka afstöðu til tilvísunar og beina í réttan farveg.  
Í tilvísunum er alla jafna óskað eftir eftirfarandi upplýsingum:

 • Almennar upplýsingar (hjúskaparstaða, búseta, börn á framfæri, framfærsla. t.d. örorka, endurhæfingarlífeyrir), náms- og atvinnusaga, félagsstaða
 • Hverjar eru ástæður tilvísunar? Hvers vegna er óskað eftir aðkomu göngudeildar geðsviðs?
 • Væntingar sjúklings
  Einkenni sem valda truflun í dag
 • Fyrri geðsaga (geðgreiningar, þekktir geðsjúkdómar í ættum, þekkt áfallasaga)
 • Áfengis-og vímefnanotkun
 • Er önnur meðferð/endurhæfing fyrirhuguð eða hafin?
 • Lyfjameðferð: núverandi og áður reynd

Hér að neðan er listi yfir dag-og göngudeildateymi innan geðsviðs. 

Þegar sótt er um í neðangreind teymi þarf að velja viðtakandann: LSH Göngudeild geðsviðs (Hb-31E) en þá berst tilvísun til inntökuteymis ferliþjónustu sem mun taka tilvísun fyrir og koma í viðeigandi farveg.

 • Þunglyndis-og kvíðateymi 
 • DAM teymi
 • PTSD teymi
 • Geðrofsteymi
 • Samfélagsgeðteymi

ADHD teymi 
Átröskunarteymi
Transteymi
- Hægt er sækja um með því að senda á netfangið transteymi@landspitali.is 
Einnig er hægt að gera tilvísun til göngudeildar geðsviðs
FMB teymi
- Einnig er hægt að gera tilvísun til göngudeildar geðsviðs
Matsteymi Laugarás/geðhvarfateymi
Fíknimeðferð
Endurhæfingardeild-Dagdeild á Kleppi

 

 


 

 

Tilvísanir í þjónustu lyflækningasviðs skulu berast á eyðublaðinu Tilvísanir í Sögu.

Ekki er hægt að tryggja móttöku tilvísunar ef hún er í læknabréfi, göngudeildarskrá, bréfi eða öðru eyðublaði. Í viðtakandalista er að finna alla viðtakendur á Landspítala s.s. lungnalækningar, húðlækningar, hjartarannsókn, svefnrannsókn o.s.frv.  Mikilvægt er að velja réttan viðtakanda.

Því betur sem tilvísun er unnin með upplýsingum um ástæðu fyrir tilvísun, heilsufarssögu, lyfjanotkun og rannsóknum sem hafa verið gerðar þeim mun betur gengur að koma tilvísun í réttan farveg.

Sumar sérgreinar og starfseiningar (rannsóknir) eru með beiðnir í Heilsugátt undir flipanum rannsóknir og tilvísanir og eru tilvísendur hvattir til að kynna sér og nota þær beiðnir.

Tilvísanabeiðnir í Heilsugátt

Innkirtlagöngudeild
Lyflækningar krabbameina
Dagdeild lyflækninga B7
Rafvending

Tilvísanir í þjónustu kvenna- og barnasviðs skulu berast á eyðublaðinu Tilvísanir í Sögu.

Ekki er hægt að tryggja móttöku tilvísunar ef hún er í læknabréfi, göngudeildarskrá, bréfi eða öðru eyðublaði. Í viðtakandalista er að finna alla viðtakendur á Landspítala s.s. barnalækningar, kvenlækningar, göngudeild mæðraverndar og fósturgreining, Rjóður o.s.frv. Mikilvægt er að velja réttan viðtakanda.

Tilvísanir á göngudeild BUGL skulu berast á þar til gerðu eyðublaði.

Því betur sem tilvísun er unnin með upplýsingum um ástæðu fyrir tilvísun, heilsufarssögu, lyfjanotkun og rannsóknum sem hafa verið gerðar þeim mun betur gengur að koma tilvísun í réttan farveg.

Sumar sérgreinar eru með beiðnir í Heilsugátt undir flipanum rannsóknir og tilvísanir og eru tilvísendur hvattir til að kynna sér og nota þær beiðnir.

Tilvísanabeiðnir í Heilsugátt: 
Framköllun fæðingar
Sérhæfð mæðravernd
Heilsuskólinn


Tilvísanir í þjónustu skurðlækninga eiga að berast á eyðublaðinu Tilvísanir í Sögu / tilvísun í Heilsugátt.

Ekki er hægt að tryggja móttöku tilvísunar ef hún er í læknabréfi, göngudeildarskrá, bréfi eða öðru eyðublaði. Mikilvægt er að velja rétta sérgrein. Margar sérgreinar afgreiða tilvísanir sameiginlega, þó er mögulegt að óska eftir einstaka lækni.

Því betur sem tilvísun er unnin með upplýsingum um ástæðu fyrir tilvísun, heilsufarssögu, lyfjanotkun og rannsóknum sem hafa verið gerðar þeim mun betur gengur að koma tilvísun í réttan farveg.

Sumar sérgreinar og starfseiningar eru með beiðnir í Heilsugátt undir flipanum tilvísanir og eru tilvísendur hvattir til að kynna sér og nota þær beiðnir.

Tilvísanir sem til eru í Heilsugátt

 • HNE/Hnútur í hálsi/skjaldkirtli
 • Þvagfærarannsókn
 • Sáramiðstöð
 • Bæklunarskurðlækninga
 • Brjóstamiðstöð (brjóstamyndgreining)

Tilvísanir til sérgreina í Sögu

 • Brjóstholsskurðlækningar
 • Heila- og taugaskurðlækningar
 • Kviðarholsskurðlækningar 
 • Lýtalækningar
 • Æðaskurðlækningar
 
Á bráðamóttöku Landspítala geta sjúklingar leitað með bráð vandamál, áverka og veikindi.

Læknar geta vísað sjúklingum til nánara mats á bráðadeild ef einkenni eru talin bráð eða þurfa ítarlega uppvinnslu án tafar. Ef vitað er hvert vandamálið er og ekki um bráð einkenni að ræða er venjulega hentugra að senda rafræna tilvísun á eyðublaðinu Tilvísun í Sögu um nánari uppvinnslu og meðferð beint til viðkomandi sérgreinar.

Ef sjúklingi er vísað til mats á bráðamóttöku Landspítala er eðlilegt að um erindið sé rituð nóta í Sögu sem þá verður um leið aðgengileg læknum bráðamóttöku í Heilsugátt. Þá þarf ekki að senda rafræna tilvísun í gegnum Sögu. 
Ekki er nauðsynlegt að hringja og tilkynna komu sjúklings á bráðamóttöku í öllum tilvikum, þó slíkt geti verið gagnlegt ef um sérstaklega bráð eða óvenjuleg tilfelli er að ræða. 

Það þarf ALLTAF að senda tilvísun frá lækni í meðferðarúrræði á göngudeild öldrunarlækninga á Landakoti.

Tilvísanir skulu berast á eyðublaði í Sögu kerfi undir tilvísanir milli stofnana.  Vinsamlega merkið viðtakanda göngudeild öldrunarlækninga.
Einnig er hægt að senda tilvísun rafrænt í Heilsugátt, hafi viðkomandi læknir aðgang að því kerfi.

Mikilvægt er að fram komi ástæða fyrir tilvísun, heilsufarssaga og lyfjameðferð skjólstæðings ásamt nafni og viðfangsnúmeri þess læknis er sendir beiðni.  Vinsamlega hafið eftirfarandi í huga: 

 • Tilvísandi læknir þarf að hafa metið eftir föngum hvort um tímabundið ástand er að ræða sem gæti t.d. stafað af streitu, áföllum eða líkamlegum veikindum.
 • Æskilegt er að tilvísandi læknir hafi metið vitræna getu með viðtali við sjúkling og aðstandanda eftir atvikum og með einföldum prófum s.s. MMSE og klukkuprófi). 
 

Læknar sendi fyrirspurnir um upplýsingar úr sjúkraskrá á msr@landspitali.is

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?