Leit
Loka

 

 

Tilvísanir

Hér eru dregnar saman leiðir heilsugæslu og annarra til að vísa skjólstæðingum í þjónustu Landspítala.

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

Almennt skulu tilvísanir berast rafrænt til geðsviðs. 
Ef þess er ekki kostur eru eftirfarandi leiðir:

Almennar tilvísanir skulu berast með bréfi til inntökustjóra göngudeildar 31E, geðsviði við Hringbraut.

Sértækar tilvísanir sem hér segir:

 • Tilvísanir á barna- og unglingageðdeild (BUGL)
 • ADHD teymi - Eingöngu er tekið við tilvísunum frá læknum
 • Átröskunarteymi - eyðublað en einnig er hægt að senda tilvísun á netfangið: atroskun@landspitali.is)
 • FMB teymi - eyðublað
 • Samfélagsgeðteymi - eyðublað
 • Fíkniteymi - tilvísun berist með bréfi til göngudeildar fíknimeðferðar 31C, Geðviði v/ Hringbraut
 • Vettvangsteymi - Beiðnir um þjónustu eiga að berast beint til teymisins: 
  - Herdís Hólmsteinsdóttir teymisstjóri, herdis.holmsteinsdottir@reykjavik.is
  - Anna Dóra Frostadóttir sálfræðingur, anna.dora.frostadottir@reykjavik.is


 

 

Æskilegt er að tilvísanir berist á rafrænu formi í gegnum Sögukerfið og þá helst á eyðublaði sem heitir „Beiðni um meðferð/rannsókn (eða beiðni um ráðgjöf ef við á)“.

Í því tilviki að ekki er unnt að senda beiðni rafrænt þá sendist tilvísun bréflega á viðkomandi lækni og/eða ritara sérgreinar.


 • Sáramiðstöð

Það þarf alltaf að senda tilvísun frá lækni í meðferðarúrræði á dag og göngudeild öldrunarþjónustu.
Hægt er að að senda tilvísun rafrænt í Heilsugátt, hafi viðkomandi læknir aðgang að því kerfi innan Landspítala.
Annars er tilvísun send bréflega.

Mikilvægt er að fram komi ástæða fyrir tilvísun, heilsufarssaga og lyfjameðferð skjólstæðings, ásamt nafni og viðfangsnúmeri þess læknis er sendir beiðni.

Ef send er beiðni á minnismóttöku ber að hafa eftirfarandi í huga:

 • Tilvísandi læknir þarf að hafa metið eftir föngum hvort um tímabundið ástand er að ræða sem gæti t.d. stafað af streitu, áföllum eða líkamlegum veikindum.
 • Æskilegt er að tilvísandi læknir hafi metið vitræna getu með viðtali við sjúkling og aðstandanda eftir atvikum og með einföldum prófum. 
 
 • Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands (HNLFÍ) - vinnureglur milli tilvísandi lækna og hennar
 • Tilvísun í þverfaglega endurhæfingu á HNLFÍ (eyðublað)

Læknar sendi fyrirspurnir á msr@landspitali.is

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?