Leit
Loka

Vika hjúkrunar

Í tilefni af afmælisdegi upphafsmanns nútíma hjúkrunar, Florence Nightingale, þann 12. maí er haldið upp á alþjóðadag hjúkrunar ár hvert. Af þessu tilefni er vika hjúkrunar haldin á Landspítala. Í þeirri viku eru ýmsir viðburðir og uppákomur sem tengjast hjúkrun, t.d. veggspjaldasýning, hjúkrunarbúðir, málþing og vinnustofur.

Banner mynd fyrir  Vika hjúkrunar

Alþjóðlega hjúkrunarráðið (ICN) leggur til þema á hverju ári. Árið 2018 er þemað "Health is a human right" en þar er átt við að allt fólk hefur jafnan rétt til heilbrigðsþjónustu, sama hver bakgrunur þeirra er.

Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta fagstétt Landspítala. Vika hjúkrunar er mikilvægur vettvangur til að efla hjúkrun á Landspítala.
Vika hjúkrunar 2018 verður haldin 7.-9. maí.

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

Mannréttindi – réttur til heilbrigðisþjónustu 

Hvenær: 7. maí 2018
Hvar: Hringsalur Landspítala Hringbraut
Tími: 13.00-16.00
Dagskrá málþingsins


 

Verið velkomin á hjúkrunarbúðir 2018

Hvenær: 9. maí kl 12.00-14.00

Hvar: K-bygging v/Hringbraut

Hjúkrunarfræðingar kynna störf sín, nýjungar og nauðsynjar í hjúkrun.

Boðið uppá léttar veitingar

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest

Fræðslunefnd hjúkrunarráðs

Veggspjöld verða hengd upp þriðjudaginn 8. maí. Veggspöldin verða komin upp kl 11. á Hringbraut og klukkan 12 í Fossvogi. Verið velkomin að líta við og hitta höfundana og kynna ykkur veggspjöldin
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?