Leit
Loka

Málþing um heilbrigðisþjónustu við þá sem sækja hér um alþjóðlega vernd

Yfirskrift þingsins: Staða og yfirsýn

Málþing um heilbrigðisþjónustu við þá sem sækja hér um alþjóðlega verndSkráning starfsmanna Landspítala

Banner mynd fyrir  Málþing um heilbrigðisþjónustu við þá sem sækja hér um alþjóðlega vernd

Hagnýtar upplýsingar

Landspítali heldur málþing um heilbrigðisþjónustu við þá sem sækja hér um alþjóðlega vernd, föstudaginn 11. október 2019. Yfirskrift þingsins er Staða og yfirsýn, en á því munu fulltrúar stofnana, sem veita hælisleitendum þjónustu, greina frá verkefnum sínum og stöðu þeirra, ásamt því að rýna í framtíðina.  Aðgangur fyrir starfsfólk Landspítala er ókeypis, en gestir utan spítalans greiði 3.000 krónur. Staðsetning þingsins er Hotel Natura í Reykjavík.

 

Hvenær: 11. október 2019

Hvar: Hotel Natura í Reykjavík.

Aðgangseyri:  Gestir utan spítalans greiði 3.000 krónur, en ókeypis er fyrir starfsfólk Landspítala

Skráning á málþingið er nauðsinlegt: 

Dagskrá

ATH. Þetta eru drög að dagskrá og gætu því breyst með tímanum. Dagskráin verður uppfærð jafn óðum og breytingar berast:

09:00 - 9:15 Opnun málþingsins
09:15 - 9:30 Kynning á starfi nefndar um málefni einstaklinga sem leitar alþjóðlegrar verndar
09:30 - 10:30 Aðalfyrirlesari: Julie Bebenishty, hjúkrunarfræðingur. The Humanity in Caring for Refugees – Past Present and Future
10:30 - 11:00 Kaffi og meðlæti
11:00 - 11:35 Erindi frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
11:35 - 11:55 Erindi frá Rauða krossi Íslands – teymi fyrir einstaklinga sem sækjast eftir alþjóðlegri vernd
11:55 - 12:15 Erindi frá Útlendingastofnun
12:15 - 13:15 Hádegismatur
13:15 - 13:25 Reynslusögur af vettvangi Landspítala – Barna – og kvennasvið
13:25 - 13:35 Reynslusögur af vettvangi Landspítala – Lyflækningasvið
13:35 - 13:45 Reynslusögur af vettvangi Landspítala - Geðsvið
13:35 - 14:00 Erindi frá Rauða krossi Íslands
14:00 - 14:15 Málþingi slitið

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?