Leit
Loka

Ráðstefnan fjölskyldan og barnið

Frá árinu 2010 hefur ráðstefnan "Fjölskyldan og barnið" verið haldin árlega á vegum kvenna- og barnasviðs LSH. Ráðstefnan er þverfagleg ráðstefna og er fyrir starfsfólk sviðsins og annað fagfólk. Á ráðstefnunni eru kynntar rannsóknir og verkefni sem tengjast viðfangsefnum og starfsemi kvenna- og barnasviðs. Ráðstefnan er mikilvægur liður í símenntun starfsfólks sviðsins og ekki síður kjörinn vettvangur fyrir fagfólk að koma saman, deila þekkingu sinni og reynslu og gera sér glaðan dag.

Banner mynd fyrir Ráðstefnan fjölskyldan og barnið

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

Dagsetning: 28. september 2018 
Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica
Ráðstefnugjald: 10.500 kr og 5.500 kr fyrir nema (hádegisverður og kaffi innifalið) 

Í ár er yfirskrift ráðstefnunnar fjölskyldan í gleði og sorg. Sjónum verður beint að áskorunum fjölskyldna og leiðum heilbrigðisstarfsfólks til að styðja við fjölskyldur.

Salvör Nordal hefur starfað sem umboðsmaður barna frá miðju ári 2017. Hún hefur verið forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og lektor í heimspeki við sama skóla. Salvör er með BA próf í heimspeki frá Háskóla Íslands, M.Phil í samfélagslegu réttæti frá Stirling háskóla í Skotlandi og doktorspróf í heimspeki frá Calgary háskóla í Kanada.


Réttindi barna innan heilbrigðisþjónustunnar

Fjallað verður um barnasáttmálann. Samningurinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn séu hópur sem þarfnist sérstakrar verndar umfram hina fullorðnu og að réttinda þeirra hafi ekki verið nægilega gætt í fyrri mannréttindasamningum. Jafnframt felst í honum viðurkenning á því að börn séu fullgildir einstaklingar með sjálfstæð réttindi; þau eigi sín eigin réttindi – óháð réttindum fullorðinna.

 

Sigrún Júlíusdóttir er prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún kennir einnig hjóna- og fjölskyldumeðferð og handleiðslufræði. Rannsóknasviðið Sigrúnar snýr að fjölskyldu- og barnavernd, áföllum í fjölskyldu, réttarstöðu barna í fjölskyldum og kynslóðatengslum.


Börn sem aðstandendur- kynslóðasjónarhorn

Fjallað verður um viðkvæma stöðu barna þegar fullorðnir í fjölskyldu glíma við áföll og sorg eða foreldrar eiga í átökum tengdum kreppu og lífskeiðaumbrotum. Sagt er frá niðurstöðum nýlokins rannsóknar- verkefnis á Landspítala um fjölskyldur með krabbamein, m.a. um berskjölduð börn, stöðu þeirra og þarfir.

Tengt því er vikið að niðurstöðum íslenskrar rannsóknar um kynja- og kynslóðasjónarhorn fjölskyldusamskipta og um það hlutverk sem ömmur leika sem heimavarnarher í stoð- og tengslaneti fjölskyldunnar.


Guðbrandur Árni Ísberg er sérfræðingur í klínískri sálfræði. Hann hefur síðustu tvo áratugina starfað meðal annars með börn og foreldra bæði á Íslandi og í Danmörku. Haustið 2013 kom út bókin “Í nándinni - innlifun og umhyggja”. Á næsta ári kemur út bókin “Tungumál skammarinnar” um skammarkerfið og skyld kjarnafyrirbæri eins og stolt, sjálfsálit og sjálfstraust.


Mennska skammarinnar

Fjallað verður um skammarkerfið sem gegnir á sama tíma mikilvægu og stundum misskildu hlutverki í félags- og siðferðisþroska barna. Hlutverk þess í þróunarsögulegu tilliti er að hjálpa einstaklingi að koma á jafnvægi milli eigin þarfa og annarra. Í þeim skilningi er það skynjari á virðingu í mannlegum samskiptum. Skammarkerfið er meðfætt en umsjáraðilar þurfa að kenna börnum að skilja það og koma því í jafnvægi. Vandinn er hvernig það er gert. Takist það ýtir skammarkerfið undir nánd og tillitssemi við aðra, ef ekki verður skömmin vantempruð, sjálfsálit barnsins bíður hnekki og samskipti við aðra fara auðveldlega úr böndum.

 

Hrefna Hugosdóttir er hjúkrunarfræðingur og með framhaldsmenntun í fjölskyldumeðferð. Hún hefur starfað við hjúkrun frá árinu 2004. Hrefna hefur starfað við fjölskylduvinnu hjá Auðnast og á Líknardeild LSH og sérhæft sig í sorgarúrvinnslu í mismunandi fjölskyldugerðum. Hún hefur auk þess mikla reynslu af heilsueflingu á vinnustöðum. 


Tímalína sjúklings

Fjallað verður um hverju þarf að huga að þegar við mætum einstakling og fjölskyldum. Við erum alltaf að mæta fólki þar sem það er statt en hver er saga fólks áður en við hittum viðkomandi og hvað bíður? Tímalínan hefur áhrif á úthald og orku, hegðun og viðbrögð, einbeitingu og athygli.

 • Jóhanna Guðbjörnsdóttir, johagudb@landspitali.is
 • Henný Hraunfjörð, hennyh@landspitali.is
 • Ólöf Elsa Björnsdóttir, olofelsa@landspitali.is
 • Helga Sól Ólafsdóttir
 • Jóhannes Heimir Jónsson
 • Kristín Rut Haraldsdóttir
 • Margrét Einarsdóttir
 • Sigríður María Atladóttir
 • Tryggvi Helgason
 • Vigdís Hrönn Viggósdóttir

Óskað er eftir ágripum um rannsóknir og verkefni sem tengjast þema ráðstefnunnar
Frestur til að skila inn ágripum er til 1. júlí 2018

Uppsetning ágripa:

 • Titill, nöfn höfunda, vinnustaðir og netfang tengiliðar.
 • Hámarksorðafjöldi 350, sett upp og send inn í Word skjali
 • Framsetning, með feitletruðum undirfyrirsögnum: Bakgrunnur, Markmið, Aðferð, Niðurstöður og Ályktanir
 • Texta skal rita í TimesNewRoman 12pt letri, 1 línubil

Ágrip skulu send með tölvupósti á: fjolskyldanogbarnid@landspitali.is

Höfundur tilgreini ósk um birtingu ágrips sem erindi eða veggspjald. Undirbúningsnefnd áskilur sér rétt til ritrýningar og ákvörðunar um birtingu ágrips og form þess, þ.e. sem veggspjald eða erindi.

Dæmi um hvernig senda á inn ágrip:

ATH! smellið á myndina til að sjá hana stærri

Nánari upplýsingar veita:

Henný Hraunfjörð hennyh@lsh.is s.5433061
Ólöf Elsa Björnsdóttir olofelsa@lsh.is s.5433008

2016 Fjölskyldan og barnið – saman getum við meira
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?