Leit
Loka

 

Umbótavika / ráðstefna 2021

- Byggjum brýr - 

Umbótavika: 25. - 28. maí 2021

Umbótaráðstefna:  27. maí 2021

Hér getur þú sent inn ósk um þátttöku eða hugmynd að efni.

ATH! Síðasti dagur til að senda inn efni eða hugmyndir er 9. apríl.

Byggjum brýr

Á Landspítala verður haldin umbótavika 25. – 28. maí. Markmið umbótavikunnar er að hvetja okkur áfram í umbótastarfi og veita hvert öðru innblástur um leið og við fræðumst um árangursrík verkefni sem eru í vinnslu eða hefur nýlega verið lokið.

Þema vikunnar verður “byggjum brýr” með víðri skírskotun til þess sem við erum að gera í umbótastarfi.

Til þess að geta boðið uppá fjölbreytta dagskrá alla vikuna óskum við eftir þátttöku ykkar, hugmyndum og efni frá ykkur. Dæmi um verkefni þar sem bil hafa verið brúuð snúast m.a. um breytt verklag, aukna samvinnu og samstarf á milli sviða og stofnana, hvernig við lærðum af mistökum, bættum flæði eða unnum að verkefnum sem bættu gæði þjónustu okkar.

Hápunkti vikunnar verður náð fimmtudaginn 27. maí með ráðstefnu. 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?