Leit
Loka

Vika hjúkrunar

Í tilefni af afmælisdegi upphafsmanns nútíma hjúkrunar, Florence Nightingale, þann 12. maí er haldið upp á alþjóðadag hjúkrunar ár hvert. Af þessu tilefni er vika hjúkrunar haldin á Landspítala. Í þeirri viku eru ýmsir viðburðir og uppákomur sem tengjast hjúkrun, t.d. veggspjaldasýning, hjúkrunarbúðir, málþing og vinnustofur.

Banner mynd fyrir  Vika hjúkrunar

Alþjóðlega hjúkrunarráðið (ICN) leggur til þema á hverju ári. Árið 2019 er þemað "Health for all" eða heilsa fyrir allar manneskjur

Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta fagstétt Landspítala. Vika hjúkrunar er mikilvægur vettvangur til að efla hjúkrun á Landspítala.

Hagnýtar upplýsingar

Heilsa fyrir alla - vellíðan á vinnustað  

Hvenær: 6. maí 2019
Hvar: Hringsalur Landspítala Hringbraut
Tími: 12.30-15.30


 

Hvenær:  Hjúkrunarbúðir eru haldnar annað hvert ár og verða næst á viku hjúkrunar 2020.

Hvar: K-bygging v/Hringbraut

Hjúkrunarfræðingar kynna störf sín, nýjungar og nauðsynjar í hjúkrun.

Boðið uppá léttar veitingar

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest

Fræðslunefnd hjúkrunarráðs

Veggspjöld verða hengd upp mánudaginn 6. maí 2019, klukkan 09:00 á  Landspítala Hringbraut og klukkan10:30 í Fossvogi. 

Skráning á veggspjaldakynningu hér >>

Gerð veggspjalda:

Við gerð veggspjalda er mikilvægt að hafa í huga hvað er verið að kynna og hvernig viðeigandi er að setja efnið fram. Einnig er mikilvægt að gæta að faglegum grunni þegar við á og að geta heimilda, svo sem við gerð leiðbeininga, kynningu á meðferð eða öðru efni sem byggir á rannsóknarniðurstöðum.

Leiðbeiningar um gerð veggspjalda er að finna á vef Landspítala:
Ef þú/þið óskið eftir aðstoð við gerð veggspjalda er sjálfsagt að hafa samband á hjukrunarrad@landspitali.is og við aðstoðum eftir fremsta megni.

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?