Starfsnám til sérfræðingsréttinda í hjúkrun og ljósmóðurfræðum
Starfsnámið er tveggja ára nám og þjálfun að loknu meistaraprófi í hjúkrun. Áherslur þess eru sniðnar eftir starfslýsingu sérfræðinga í hjúkrun og ljósmóðurfræðum við Landspítala.

Markmið starfsnáms til sérfræðiviðurkenningar er að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður fái tækifæri til að þróa sérfræðiþekkingu á ákveðnum fræðasviði sem nýtist skjólstæðingum Landspítala og fái þjálfun í hlutverkum sérfræðinga í hjúkrun og ljósmóðurfræðum og byggja á reglugerð Nr. 512 frá 22. maí 2013 um menntun, réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi ásamt reglugerð Nr.1089 frá 11. desember 2012 um menntun, réttindi og skyldur ljósmæðra og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi.
Starfsnámið er tveggja ára nám og þjálfun að loknu meistaraprófi í hjúkrun. Áherslur þess eru sniðnar eftir starfslýsingu sérfræðinga í hjúkrun og ljósmóðurfræðum við Landspítala.
Nánari upplýsingar: Katrín Blöndal, sérfræðingur í hjúkrun og kennslustjóri starfsnáms til sérfræðingsréttinda, katrinbl@landspitali.is, s. 825 3623