Leit
Loka

Læknakandídatar

Kandídatsár á Landspítala er tími reynslu og náms fyrir nýútskrifaða lækna.

Banner mynd fyrir  Læknakandídatar

Hagnýtar upplýsingar 

Sýna allt

Þjálfun kandídata fer að mestu leyti fram á Landspítala.

Til spítalans leitar fólk með mismunandi vandamál, svo sem algenga minni háttar áverka, flókna fjöláverka, margbreytilega lyflæknisfræðilega sjúkdóma og sérhæfð vandamál tengd skurðlækningum.

Spítalinn býr yfir besta tæknibúnaði sem til er á landinu og umfangsmikilli þekkingu og reynslu starfsmanna. Þar starfa sérfræðingar á öllum helstu sviðum læknisfræðinnar og flestir kennarar við læknadeild Háskóla Íslands. Landspítali er því vel fallinn til þess að taka á móti læknakandídötum.

Kandídatsár á Landspítala er tími reynslu og náms fyrir nýútskrifaða lækna. Kandídatar öðlast þar hæfni í því að beita þekkingu sinni úr læknadeild, fræðast betur um klíníska læknisfræði og fá reynslu sem nýtist til sjálfstæðra vinnubragða almennra lækna.


Við óskum ykkur góðs gengis á kandídatsárinu á Landspítala!

Inga Sif Ólafsdóttir, kennslustjóri
Sigrún Ingimarsdóttir, verkefnastjóri

Staðsetning: Menntadeild, Ármúla 1a (2. hæð), Landspítala
Netfang: sigruni@landspitali.is, sími: 543 1475,  825 3682 

Fylgiskjal með umsókn um kandídatsár (veljið að vista skjalið).

Kandídatsstöður 2018 - 2019

Kandídatsstöður á Íslandi eru auglýstar í september.Þeir sem óska eftir að koma inn á árið 2018 - 2019, sendi fyrirspurnir á netfangið: sigruni@landspitali.is, gjarnan með fylgiskjali (veljið að vista skjalið) og öðrum umsóknargögnum (sjá lið 7 í fylgiskjalinu).

Sjá leiðbeiningar varðandi meðmæli vegna umsóknar um kandídatsár:

- Á íslensku (doc)
- Á ensku (doc)
- Á dönsku (doc)

ATH þetta er word skjöl til að fylla út, en svo þarf að vista þau í tölvunni áður en þau eru send.

Móttökudagar 2018

Móttökudagar fyrir kandídatahópinn 2018 – 2019 verða haldnir dagana 11. – 14. júní 2018. Gert er ráð fyrir að allir kandídatar mæti á þá. Störf á deildum og heilsugæslustöðvum hefjast 18. júní 2018.
Ráðningasamningar miðast við 11. júní, nema aðstæður leyfi það ekki og óskað sé sérstaklega eftir að kandídatsárið hefjist á öðrum tímum. Kandídatssár, sem hefst með móttökudögum 11. júní 2018, lýkur 16. júní 2019 ef allt gengur vel. Á móttökudögum verður dagskrá sem hugsuð er sérstaklega með þarfir kandídata í huga og miðast bæði við starf á sjúkrahúsi og heilsugæslustöð.
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?