Leit
Loka

Læknakandídatar

Kandídatsár á Landspítala er tími reynslu og náms fyrir nýútskrifaða lækna.

Banner mynd fyrir  Læknakandídatar

Hagnýtar upplýsingar 

Sýna allt

Þjálfun kandídata fer að mestu leyti fram á Landspítala.

Til spítalans leitar fólk með mismunandi vandamál, svo sem algenga minni háttar áverka, flókna fjöláverka, margbreytilega lyflæknisfræðilega sjúkdóma og sérhæfð vandamál tengd skurðlækningum.

Spítalinn býr yfir besta tæknibúnaði sem til er á landinu og umfangsmikilli þekkingu og reynslu starfsmanna. Þar starfa sérfræðingar á öllum helstu sviðum læknisfræðinnar og flestir kennarar við læknadeild Háskóla Íslands. Landspítali er því vel fallinn til þess að taka á móti læknakandídötum.

Kandídatsár á Landspítala er tími reynslu og náms fyrir nýútskrifaða lækna. Kandídatar öðlast þar hæfni í því að beita þekkingu sinni úr læknadeild, fræðast betur um klíníska læknisfræði og fá reynslu sem nýtist til sjálfstæðra vinnubragða almennra lækna.


Við óskum ykkur góðs gengis á kandídatsárinu á Landspítala!

Inga Sif Ólafsdóttir, kennslustjóri
Sigrún Ingimarsdóttir, verkefnastjóri

Staðsetning: Menntadeild, Skaftahlíð 24 (1. hæð suðurhúsi), Landspítala
Netfang: sigruni@landspitali.is, sími: 543 1475,  825 3682 

Fylgiskjal með umsókn um kandídatsár (veljið að vista skjalið).

Umsóknir um kandídatsstöður á Íslandi

Kandídatsstöður á Íslandi eru auglýstar í september. Venjulega eru umsóknir miðaðar við 12 mánaða starf frá og með miðjum júní eða síðar. Utan hefðbundins umsóknartíma er möguleiki á að óska eftir síðbúinni afgreiðslu með því að senda fyrirspurnir á netfangið: sigruni@landspitali.is, gjarnan með fylgiskjali (veljið að vista skjalið) og öðrum umsóknargögnum (sjá lið 7 í fylgiskjalinu).

Sjá leiðbeiningar varðandi meðmæli vegna umsóknar um kandídatsár:

- Á íslensku (doc)
- Á ensku (doc)
- Á dönsku (doc)

ATH þetta er word skjöl til að fylla út, en svo þarf að vista þau í tölvunni áður en þau eru send.

Móttökudagar 2019 -2020

Dagskrá móttökudaganna er hugsuð sérstaklega með þarfir kandídata í huga og miðast bæði við starf á sjúkrahúsi og heilsugæslustöð. Það er skylda að taka þessa daga áður en starf hefst á deildum og stöðvum. Sjá yfirlit hér fyrir neðan yfir næstu móttökudaga. Starf á deildum hefst venjulega fyrsta virka daginn að loknum móttökudögum eða á skilum síðar í blokkinni. Mögulegar upphafsdagsetningar koma fram í fylgiskjalinu sem senda skal með umsókn um kandídatsár.

Næstu móttökudagar og mögulegur tími til óska eftir að hefja kandídatsárið :

Dagsetningar

Möguleg tímasetning fyrir upphaf starfs að undangengnum móttökudögum

8. - 12. júní 2020

Júní og ágúst 2020 eða síðar

5. - 9. október 2020

Október 2020, desember 2020 , febrúar 2021 eða apríl 2021

7. - 11. júní 2021

Júní og ágúst 2021 eða síðar

Applicants who do not have Icelandic as first language

Foreign applicants are welcome to apply for Kandídatsár, which is a rotating internship year (foundation year) in Iceland. As for all applicants, the applicant has to have graduated before starting "Kandídatsár", from a university which is internationally recognised.

Before being offered an interview for a position in Kandídatsár all foreign applicants who are not fluent in Icelandic have to provide a certificate to confirm that they have completed a language assessment/language course where they meet the criteria for level B1 in the common European Framework of Reference for Languages. This is equivalent to having completed grade 3 at Mímir Language School (www.mimir.is) or other equivalent level assessment by a recognized language school in Iceland.

Before a decision can be taken about offering a position, applicants need to provide a certificate of B2 in the common European Framework of Reference for Languages. This is equivalent to having completed grade 4 at Mímir Language School (www.mimir.is) or other equivalent level assessment by a recognized language school in Iceland.

 

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?