Eva Svanborg prófessor við Háskólann í Linköping með fyrirlestur um svefn, verki og heilsufar

Tímasetning 23.09.2017 kl.  00:00


kl. 10:00–12:00

Prófessor emerita dr. Eva Svanborg, sem starfar við Háskólann í Linköping í Svíþjóð við klíníska taugalífeðlisfræði, heldur erindi um svefn, verki og heilsufar í boði Verkjafræðafélags Íslands.

Efni: Svefn og heilsufar (Sleep in health and sickness).

Markhópur: Allir áhugasamir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Starfsfólk Landspítala, nemar, kennarar og starfsfólk heilbrigðisvísindasviðs, heimilislæknar og tannlæknar eru sérstaklega hvattir til að koma ásamt félagsmönnum í Verkjafræða- og svefnfélögunum.

Dr. Eva Svanborg lauk doktorsprófi 1977 og læknanámi 1978 við Karólínsku Stofnunina í Stokkhólmi. Hún er sérfræðingur í klínískri taugalífeðlisfræði síðan 1981.
Hún var prófessor í taugalífeðlisfræði við heilbrigðisvísindasvið Háskólans í Linköping ásamt því að vera yfirlæknir og deildarstjóri við klínik í taugalífeðlisfræði við Háskólasjúkrahúsið í Linköping.

Rannsóknir Evu hafa einkum snúist um kæfisvefn (OSA), aðferðir við að greina OSA, horfur eftir aðgerðir, þróun OSA, taugrænar breytingar hjá sjúklingum sem þjást af hrotum eða kæfisvefni. Þannig hafa rannsóknarhópar Evu stuðlað að aukinni þekkingu á svefni almennt og meinafræði kæfisvefns sérstaklega.
Hún er höfundur ODI vísitölunnar (oxygen Desaturation Index) sem er notuð við svefnmælingar um víða veröld. Hún hefur komið til Íslands margsinnis áður og verið í samstarfi við svefndeild Landspítala.


Hringsalur, Landspítala Hringbraut