Klínísk leiðbeining

Belímúmab (Benlysta)

Belímúmab (Benlysta) er mannaðlagað einstofna mótefni sem virkar gegn BLyS (B-lymphocyte stimulator), cytokin/boðefni sem er mikilvægt fyrir lifun og þroska B-eitilfruma. Rauðir úlfar (SLE – systemic lupus erythematosus) eru sjálfsofnæmissjúkdómur þar sem B-frumur gegna mikilvægu hlutverki í meingerðinni. Belímúmab er fyrsta lyfið sem hefur verið þróað við rauðum úlfum. Búið er að gera tvær fasa III rannsóknir þar sem „primary endpoint“ hefur verið náð. Lyfið er nú skráð með rauða úlfa sem ábendingu. Í þessum rannsóknum voru sjúklingar með alvarlegan sjúkdóm svo sem í nýrum og heila ekki með og því ekki hægt að mæla með notkun belímúmabs við alvarlegum rauðum úlfum. Lyfið virkaði gegn rauðum úlfum hjá sjúklingum með mild til meðal mikil einkenni á húð, slímhimnum og liðum, sérstaklega þar sem einnig var til staðar hækkun á anti-ds DNA mótefnum og/eða lækkun á magnaþáttum (complimentum). Talið er rétt að nota lyfið þegar hefðbundin lyfjameðferð hefur ekki gagnast. Rétt er að taka fram að klíníska myndin ræður mestu um notkun lyfsins en ekki einungis hækkun áður nefndra mótefna/lækkun magnaþátta.Aukaverkanir eru vægar samkvæmt rannsóknum en enn er ekki hægt að segja til um áhrif til lengri tíma.
Belímúmab er fyrsta lyfið sem hefur verið þróað við rauðum úlfum.
Belímúmab (Benlysta)Belímúmab (Benlysta)
Uppfært  12.  desember 2014