Klínísk leiðbeining

Svefntengdar öndunartruflanir / kæfisvefn - greining og meðferð

Kæfisvefn (e. obstructive sleep apnea, OSA) er sjúkdómsástand sem einkennist af endurteknum öndunarhléum og grynnkun á öndun (≥10 sekúndur) í svefni ásamt einkennum að degi til. Öndunaratburðunum fylgir lækkun á súrefnismettun í blóði.
Minnst 5 öndunaratburði á hverri klukkustund svefns þarf til þess að kæfisvefnsgreining sé staðfest.
Minnst 5 öndunaratburði á hverri klukkustund svefns þarf til þess að kæfisvefnsgreining sé staðfest. Kæfisvefn er talinn vera á vægu stigi ef öndunaratburðir eru 5-15 á klukkustund, meðalháu stigi ef öndunaratburðir eru 15-30 á klukkustund, og alvarlegu stigi ef þau eru fleiri en 30 á klukkustund.
Svefntengdar öndunartruflanir / kæfisvefn - greining og meðferðSvefntengdar öndunartruflanir / kæfisvefn - greining og meðferð
Uppfært  18.  janúar 2016