Klínísk leiðbeining

Hjúkrun sjúklinga í endurhæfingu eftir heilablóðfall/slag

Skilvirk og markviss endurhæfing eftir heilablóðfall leiðir til aukinnar færni, styttir legutíma, eykur sjálfstæði og bætir lífsgæði sjúklings og fjölskyldu hans
Heilablóðfall er algengasta ástæða varanlegrar fötlunar fullorðinna. Á síðustu áratugum hefur verið sýnt fram á að þverfagleg, sérhæfð endurhæfingarmeðferð dragi úr varanlegri fötlun og lækki dánartíðni. Þessar leiðbeiningar eru unnar í samvinnu við þverfaglegt teymi og markmið þeirra er að auka skilvirkni í endurhæfingu út frá hreyfi- og sjálfsbjargargetu, þunglyndi og fræðslu. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar gegna lykilhlutverki við að veita heildræna meðferð, samþætta umönnun og auka árangur í endurhæfingu heilablóðfallssjúklinga.
Hjúkrun sjúklinga í endurhæfingu eftir heilablóðfall/slagHjúkrun sjúklinga í endurhæfingu eftir heilablóðfall/slag
Uppfært  01.  október 2013