Meðferð á göngudeild
Göngudeildarþjónusta fer fram með ýmsu móti. Greiðsla fer eftir reglum Sjúkratrygginga Íslands. Á göngudeildum sinna fagaðilar einstökum verkefnum eða eftirfylgd.

Lækningar og hjúkrun
Læknar og hjúkrunarfræðingar sinna móttöku á almennri göngudeild á 3. hæð en aðrir fagaðilar göngudeildarverkefnum í því húsnæði sem þeir hafa til umráða.
Afgreiðsla og gjaldkeri er í anddyri sundlaugar við norðurinngang.

Sjúkraþjálfun, talþjálfun og iðjuþjálfun
Lögð er áhersla á framhaldsmeðferð sjúklinga sem eru að útskrifast af sólarhringsdeild eða dagdeild og þurfa áframhaldandi meðferð í afmarkaðan tíma.

Félagsráðgjöf
Þjónusta miðast eingöngu við sjúklinga innritaða á sólarhrings- eða dagdeild.

Sálfræðiþjónusta
Eftirfylgd er eins og við verður komið eftir útskrift.