Vísindasjóður LSH

Vísindasjóður LSH er öflugur rannsóknarsjóður, sem árlega veitir allt að 50 milljónir króna í rannsóknarstyrki til starfsmanna LSH. Sjóðurinn var formlega stofnaður á árinu 2000 við sameiningu vísindasjóða Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur og voru fyrstu styrkveitingar úr sjóðnum á árinu 2002. Stjórn sjóðsins ákveður hverjir fá styrki úr sjóðnum, með hliðsjón af umsögnum frá vísindaráði LSH. Styrkir eru veittir tvisvar á ári, hvatningarstyrki að hausti og aðalstyrkir á vorin á vísindadögum Landspítala, "Vísindi á Vordögum".