Ágrip veggspjalda 2013

Veggspjaldasýning á Vísindum á vordögum 2011
Vísindaráð Landspítala auglýsir eftir ágripum að veggspjöldum fyrir veggspjaldasýningu sem haldin verður á Vísindum á vordögum 2013 dagana 24. apríl til 2. maí. 
Frestur til að skila ágripunum rennur út þriðjudaginn 2. apríl.  Ágrip veggspjaldanna verða birt í fylgiriti Læknablaðsins. 

Veggspjöldin eiga að kynna vísindaleg verkefni og niðurstöður, ekki þróunar- og gæðaverkefni. Vísindaráð velur veggspjöld eftir ágripunum.

  • Ungur vísindamaður ársins á LSH verður valinn úr hópi þeirra sem senda inn ágrip.
  • Vísindaráð LSH mun velja nokkur verkefni til kynningar í stuttum erindum í tengslum við Vísindi á vordögum.
Gerð ágripa

 1)      Titill

          Nöfn höfunda og deildir/vinnustaðir
          Tölvufang aðalhöfundar eða tengiliðs

2)      Meginmál skiptist í: 
          Inngang 
          Markmið 
          Aðferðir 
          Niðurstöður 
          Ályktun
          (Ekki er tekið við töflum eða myndum)

Farið er eftir reglum Læknablaðsins um lengd ágripa og skal meginmál þeirra ekki vera lengra en 1.800 letureiningar.
Ágripin þurfa að vera á íslensku en veggspjöldin sjálf mega vera á ensku. 
Vanda þarf til málfars við gerð ágripanna. Þau verða ekki prófarkalesin heldur prentuð eins og þau eru send inn.

  • Ágrip skulu send rafrænt til Sigríðar Sigurðardóttur á vísinda- og þróunarsviði, visindarad@landspitali.is (sími 5705) í síðasta lagi 2. apríl 2013.