Vísindaráð LSH

Vísindaráð Landspítala er til ráðgjafar um vísindastarf á sjúkrahúsinu.
Það á við um vísindastefnu sjúkrahússins gagnvart háskólastofnunum og einkafyrirtækjum hér á landi eða í öðrum löndum. Ráðið er skipað sjö mönnum til fjögurra ára, samkvæmt tilnefningum.

Vísindaráð LSH sér um kynningu á vísindastarfi sem fram fer á spítalanum, þar á meðal  á Vísindum á vordögum, árlegum vísindadögum þar sem markverðar vísindaniðurstöður eru kynntar fyrir starfsfólki spítalans, fræðimönnum og almenningi.

Vísindaráð er til ráðgjafar við veitingu viðurkenninga fyrir vísindastörf á Landspítala og á aðild að úthlutun styrkja úr Vísindasjóði LSH.

Rósa Björk Barkardóttir sameindalíffræðingur, formaður, skipuð af forstjóra Landspítala

Læknaráð:
Jón Jóhannes Jónsson læknir (til vara Sif Ormarsdóttir)
Þorvarður Jón Löve læknir (til vara Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir læknir)

Hjúkrunarráð
Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur (til vara Sigríður Zoëga hjúkrunarfræðingur)
Helga Gottfreðsdóttir ljósmóðir (til vara Auðna Ágústsdóttir hjúkrunarfræðingur)

Hjúkrunarfræðideild HÍ:
Guðrún Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur (til vara Herdís Sveinsdóttir hjúkrunarfræðingur)

Læknadeild HÍ:
Sigurður Yngvi Kristjánsson læknir (til vara Berntrand Lauth læknir)
Arnar Geirsson læknir (til vara Anna Margrét Halldórsdóttir)

Forstjóri LSH:
Jón Friðrik Sigurðsson sálfræðingur (til vara Ingibjörg Gunnarsdóttir næringarfræðingur)
Jóna Freysdóttir náttúrufræðingur (til vara Inga Þórsdóttir næringarfræðingur)
Þórarinn Guðjónsson náttúrufræðingur (til vara Paolo Gargiulo verkfræðingur)