Siðanefnd stjórnsýslurannsókna

Við Landspítala starfar siðanefnd stjórnsýslurannsókna/almennra rannsókna sem fjallar um allar rannsóknarbeiðnir og rannsóknaráætlanir sem ekki falla undir siðanefnd LSH.  Nefndin er skipuð samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga nr. 74/1997. Siðanefnd stjórnsýslurannsókna/almennra rannsókna starfar á ábyrgð forstjóra LSH og hefur náin tengsl við siðanefnd LSH. 

Tilgangur nefndarinnar er að leiðbeina, meta og veita samþykki fyrir rannsóknum sem fram eiga að fara innan spítalans, frá siðfræðilegu og vísindalegu sjónarmiði og gæta þannig hagsmuna þátttakenda og um leið stofnunarinnar. Niðurstöðum nefndarinnar má áfrýja til forstjóra LSH. Afgreiðsla erinda sem nefndinni berast skal kynnt siðanefnd LSH og fundargerðir nefndarinnar lagðar þar fram.

Erindisbréf (pdf)

Nefndarmenn:
Þorvarður Jón Löwe læknir, formaður
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir lektor
Helga Þórðardóttir 

Heimilisfang:

Siðanefnd stjórnsýslurannsókna
Landspítali - Eiríksgötu 5
101 Reykjavík

Fundartímar:
Fyrsti þriðjudagur í mánuði
Umsókn þarf að berast í síðasta lagi viku fyrir fund til þess að hún verði tekin fyrir.

Gögn: