Siðanefnd heilbrigðisrannsókna

Siðanefnd heilbrigðisrannsókna á Landspítala er þverfagleg nefnd sem starfar 
skv. lögum um víndarannsóknir á heilbrigðissviði 44/2014 og samkvæmt reglugerð um siðanefndir heilbrigðisrannsókna nr. 1186/2014                           

Nefndin veitir leyfi fyrir framkvæmd vísindarannsókna sem gerðar eru á sjúkrahúsinu eða í samstarfi Landspítala og háskóla í landinu. 
Óheimilt er að framkvæma vísindarannsókn á mönnum nema hún hafi áður hlotið samþykki siðanefndar.  
Umsóknir vegna annarra samstarfsverkefna, fjölþjóðlegra rannsókna og klínískra lyfjarannsókna skal senda til Vísindasiðanefndar

Hlutverk nefndarinnar er að meta hvort vísindaleg og siðfræðileg sjónarmið geti mælt gegn framkvæmd rannsóknar. 
Óheimilt er að framkvæma vísindarannsókn á heilbrigðissviði nema hún hafi áður hlotið samþykki viðeigandi siðanefndar. 

Auk þess að meta umsóknir um vísindarannsóknir á mönnum hefur siðanefnd eftirlitsskyldu gagnvart rannsóknum 
sem nefndin hefur fjallað um og heimilað skv. 29. gr. laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði nr. 44/2014.

Skrifstofa siðanefndar LSH

Rauðarárstígur 10, 2. hæð
105 Reykjavík

Umsókn til siðanefndar (eyðublað)

Ársskýrslur: 2009 - 2010 - 2011 - 2012 - 2013 - 2015

Formaður siðanefndar 
Jón G. Snædal yfirlæknir 
jsnaedal@landspitali.is
s. 543 9805 - 824 5518

Forstöðumaður siðanefndar 
Tinna Eysteinsdóttir næringarfræðingur 
sidanefnd@landspitali.is 
s. 543 7465 - 825 5077

5. janúar 2015:

Ný lög um vísindarannsóknir tóku gildi 1. janúar 2015.