Vísindastarfsemi

Landspítali er háskólasjúkrahús og gegnir sem slíkt veigamiklu hluverki í því að afla nýrrar þekkingar í heilbrigðisvísindum. Fjöldi fólks stundar þar fjölbreytt vísindastörf og margt að því nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar sem sést meðal annars á því hversu oft er vitnað til greina eftir það í alþjóðlegum fagtímaritum.  Þekkingarleit og þróun tækni eru forsendur framfara og þess að spítalinn geti veitt þjónustu í hæsta gæðaflokki.

Starfsmenn Landspítala standa því vel að vígi við að sækja um vísindastyrki m.a. frá erlendum samkeppnissjóðum en slíkir styrkir eru gjarnan mælikvarði á stöðu fræðigreina á alþjóðavettvangi. 

Vísindastefna spítalans setur vísindamönnum háleit markmið um að vera í fremstu röð í árangri og afköstum í vísindarannsóknum.

Ítarefni:

Auðna - Tækniyfirfærsla