Nemendur á Landspítala

Umsókn um námspláss og skráning nema
Allir nemendur eru skráðir hjá menntadeild Landspítala. Skólar sem senda nemendur í klínískt nám sjá um það. Ef nemendur koma á spítalann á vegum einstakra starfsmanna, þá eru þeir ábyrgir fyrir skráningu þeirra. Þar fást nánari upplýsingar um skráningu hópa.

Nánari upplýsingar: nemar@landspitali.is, sími 543 1745, Sigrún Ingimarsdóttir, verkefnisstjóri

Nauðsynlegt er að skrá alla nemendur, fara vel yfir gátlista fyrir nemendur og umsjónarmenn þeirra, skila undirrituðum skjölum, sjá til þess að nemandi fái auðkenniskort og fylgi reglum um heilsuvernd.

Erlendir háskólar


Á ensku - upplýsingar og skjöl til undirskriftar 
Nánari upplýsingar:

Sigrún Ingimarsdóttir, netfang: nemar@landspitali.is, sími: 543 1475, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala.

Auðkenniskort eru afhent skráðum nemendum í aðalinngangi á Landspítala við Hringbraut (kallað Kringlan). Þar er opið alla virka daga kl. 10.00-12.00 og 13.00-15.00.
Nemandi skal ávallt bera auðkenniskort á Landspítala á meðan á námsdvöl stendur.

Auðkenniskort er líka aðgangskort og prentkort, sjá gjaldskrá vegna prentunar og ljósritunar
Allir nemendur undirrita skilmála um að gæta þagmælsku um atriði er þeir fá vitneskju um í námi eða starfi á Landspítala og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirmanna eða eðli máls. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi, náminu lokið eða því hætt. Öll vitneskja um sjúklinga, sjúkdóma þeirra og meðferð er að sjálfsögðu háð þagnarskyldu.
Nemandi fær aðgang að rafrænni sjúkraskrá ef við á og undirritar þá yfirlýsingu um að hann samþykki að fara eftir gildandi umgengnisreglum.
Aðgang að rafrænum kerfum Landspítala fá skráðir nemar sem á Landspítala (tengill) sem hafa undirritað þagnarheit og reglur er varða notkun sjúkraskrárupplýsinga (tengill). Aðgangur að rafrænum kerfum er einungis í gegnum innri vef Landspítala.
Landspítali gerir kröfur til nemenda og starfsmanna í samræmi við vinnuverndarlög, verklagsreglur um forvarnir og tilmæli sóttvarnarlæknis (dreifibréf 2/2011). Nauðsynlegt er að nemendur kynni sér eftirfarandi leiðbeiningar (Heilsuvernd) og uppfylli þau skilyrði sem gerð eru til að gæta öryggis sjúklinga, nemenda og starfsmanna á spítalanum.
Nemendur undirgangast þær öryggisráðstafanir sem almennt gilda um starfsmenn spítalans á hverjum tíma. Verði nemandinn fyrir stunguóhappi eða öðrum atvikum innan veggja LSH sem geta haft áhrif á heilsu hans ber honum að tilkynna það samkvæmt gildandi reglum LSH. Sama gildir ef nemandinn er valdur að atvikum sem geta haft neikvæð áhrif á heilsu samstarfsmanna eða sjúklinga.
Viðbragðsáætlun Landspítala
Nemandi í heilbrigðisvísindagrein sem stundar vettvangsnám á LSH, er slysatryggður skv. IV. kafla laga um almannatryggingar nr. 100/2007. Nemandinn nýtur ekki frekari tryggingaverndar af hálfu opinberra aðila. Nemendur eru eindregið hvattir til þess að íhuga stöðu sína og þá vernd sem einkavátryggingar veita.

Nemendur eru hvattir til að kynna sér ákvæði eftirfarandi laga og reglna: