Menntun heilbrigðisstétta

Árlega sækja þannig ríflega 1.500 nemendur menntun sína og starfsþjálfun til Landspítala. Flestir eru frá Háskóla Íslands í læknisfræði og hjúkrunarfræði en nemendur úr öðrum greinum, svo sem ljósmóðurfræði, lyfjafræði, sjúkraþjálfun, tannlæknisfræði, sálfræði, félagsráðgjöf, næringar-, lífeinda- og geislafræði sækja einnig menntun sína til spítalans. 

Þá koma einnig til þjálfunar nemendur annarra skóla, svo sem Háskólans á Akureyri og fjölbrautaskólanna í Ármúla og Breiðholti. Landspítali hefur til reiðu, fyrir nemendur og starfsmenn þessara stofnana, aðstöðu til klínísks náms og fræðastarfs. Starfsmenn spítalans hafa því margir jafnframt kennslustöður við háskólastofnanir, einkum Háskóla Íslands.  Í vaxandi mæli fer fram framhaldsnám við spítalann og þar starfar sameiginlegt framhaldsmenntunarráð Landspítala og Háskóla Íslands. Slíkt nám í heilbrigðisvísindagreinum skiptist í meistara- og doktorsnám sem er rannsóknatengt framhaldsnám, auk þess sem spítalinn bíður upp á fyrstu árin í ákveðnu sérfræðinámi.

Landspítali hefur tryggt sínum nemendum nám og þjálfun sem stenst alþjóðlegan samanburð og eiga þeir auðvelt með að komast í áfram í framhaldsnám og störf á bestu stöðum erlendis.    

Vísinda- og þróunarsvið gerir samninga við háskóla og framhaldsskóla vegna verklegs náms nemenda á spítalanum.