Styðjum starfsemina


Landspítali Hringbraut

Landspítali metur ákaflega mikils þann stuðning sem honum er sýndur þegar sjúklingar, aðstandendur og aðrir styðja spítalann með beinum styrkjum, minningarkortum eða með sérhverjum öðrum hætti sem að gagni kemur.  Stuðningurinn sýnir ekki aðeins hlýjan hug til spítalans heldur gerir Landspítala fært að efla og þróa starfsemi sína í þágu allra landsmanna.

Styrktar- og gjafasjóður Landspítala var formlega stofnaður haustið 2009. 

  • Hlutverk sjóðsins er að taka á móti, ávaxta og ráðstafa styrkjum og öðrum framlögum sem sjúklingar, aðstandendur, velunnarar og aðrir vilja láta af hendi rakna til starfsemi Landspítala.  Aðild eiga m.a. ýmsir sérsjóðir deilda og sviða á hinum ýmsu deildum og sviðum Landspítala.
  • Tekjur sjóðsins eru gjafafé, styrkir, minningargjafir og áheit sem tengjast starfsemi Landspítala.

Hægt er að styrkja Landspítala með tvennum hætti. Greitt er fyrir með greiðslukortum (debet eða kredit).   

  1. Beinir styrkir (valið að styrkja ákveðna þætti starfseminnar eða verkefni)
  2. Minningarkort (minningarsjóðir valdir úr lista)

Nánari upplýsingar í síma 543 1000.

Minningarkort

Beinir styrkir