Verkefnastofa

Verkefnastofa vinnur með stjórnendum að breytingum í rekstri, aðstoðar þá við að skilgreina verkefni og koma þeim af stað og stýrir stærri stefnumótandi verkefnum. Hún hefur forgöngu um fræðslu um verkefnastjórnun, veitir ráðgjöf, samræmir verklag, setur upp gátlista fyrir mismunandi verkefni, hjálpartæki og heldur utan um verkefnalista.

Verkefnastjórnun er mikilvægt hjálpartæki við breytingar og þekking á verkefnastjórnun og eftirfylgni eru lykilþættir við framgang þeirra. Verkefnastofur hafa skilað stofnunum aukinni skilvirkni í stjórnun verkefna og aukið þekkingu á verkefnastjórnun innan fyrirtækjanna. Með gagnreyndum starfsháttum við verkefnastjórnun aukast líkur á árangri verkefna. 

 

Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir
verkefnastjóri
gudrbsig@landspitali.is