Verkefnastofa

Verkefnastofa vinnur með stjórnendum og starfsmönnum að breytingum í rekstri, styður við lykilverkefni framkvæmdastjórnar og starfsáætlun Landspítala og heldur utan um "Verkefnaskrá Landspítala". Verkefnastofa annast fræðslu um verkefnastjórnun, aðferðafræði lean (straumlínustjórnun) og breytingastjórnun. Þá veitir verkefnastofa ráðgjöf og vinnur að því að samræma og þróa verklag, sérstaklega hvað varðar skilvirka verkferla – Lean Healthcare. 

Aðferðafræði straumlínustjórnunar (Lean Healthcare) er aðferðafræði sem Landspítali hefur valið til að vinna að breytingum á þjónustu spítalans til að auka öryggi og minnka sóun. Meginverkefni verkefnastofu er að innleiða aðferðafræðina á Landspítala og aðlaga og þróa hana að þörfum spítalans. Breytingastjórnun og verkefnastjórnun eru einnig mikilvæg hjálpartæki við breytingar sem og leiðarljós Landspítala sem eru Forgangsröðun – Einfaldleiki – Eftirfylgni.

Myndband um verkefnastofu

Myndband um "hvað er lean"

Umbótavefurinn

 

Staðsetning: Eiríksgötu 5, 4. hæð, s. 543 1152

Starfsmenn verkefnastofu

Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri

e-mail: gudrbsig@landspitali.is

Ósk Sigurðardóttir, verkefnastjóri

e-mail: osksig@landspitali.is

Rannveig Rúnarsdóttir, verkefnastjóri

e-mail: rannvrun@landspitali.is

Viktoría Jensdóttir, verkefnastjóri

e-mail: viktoriaj@landspitali.is