Inngangur kvennadeilda lokaður

 

Gildir frá 11.01.2016

 kr./klst    
Ráðgjöf fl. I, gagnaöflun og gagnavinnsla 11.600
Ráðgjöf fl. II

15.700

   
       
Kennsla fl. I 19.700    
Kennsla fl. II 25.300    
       
Gagnaöflun og vinnsla fyrir háskólanema í grunn- og meistaranámi  2.000    
       
Flokkur I, dæmi: Verkfræðingar*, Viðskiptafræðingar*, Tölvunarfræðingar*, Hjúkrunarfræðingar, Ljósmæður, Prestar, Læknar með lækningaleyfi, Sjúkraþjálfarar, Iðjuþjálfar, Þroskaþjálfar, Næringarfræðingar
 
 Flokkur II, dæmi: Læknar með sérfræðileyfi

 

 

ATH: Innifalið í þessu verði eru öll launatengd gjöld

 

Undirbúningstími vegna kennslu er innifalinn í tímagjaldi. Kennslugögn og annar útlagður kostnaður er verðlagt sérstaklega eftir þörfum hverju sinni.

Ef um ráðgjöf er að ræða leggst virðisaukaskattur við tímagjald hjá sérmerktum hópum *.  Þó er öll ráðgjafavinna allra framangreindra starfsstétta virðisaukaskattsskyld, ef ráðgjöfin telst ekki til heilbrigðisþjónustu.  Ekki er lagður virðisaukaskattur á tímagjald vegna kennslu. Vinna heilbrigðisstétta við heilbrigðisþjónustu er ekki virðisaukaskattsskyld.

Greinargerð vegna verðskrár fyrir seldri vinnu sérfræðinga LSH.

1. Verð pr. klst. er gjald fyrir tilfallandi veitta þjónustu, nema um annað hafi verið samið. Hér getur verið um að ræða þjónustu og ráðgjöf sérfræðinga við önnur sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir, en einnig þjónustu við sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga.
2. Ef formlegur samningur um tiltekna þjónustu til lengri tíma er í gildi, skal semja og miða við kjarasamninga einstakra stétta með umsömdu álagi.
3. Gjaldskráin er tvískipt. Annars vegar er seld þjónusta vegna veittrar ráðgjafar. Hins vegar fyrir kennslu, þar sem undirbúningstími kennslunnar er innifalinn í verði.
4. Kostnaður við kennslugögn, bæklinga o.þ.h. er ekki innifalinn í einingaverði og verðlagt sérstaklega. Sama gildir um annan útlagðan kostnað svo sem ferðakostnað, uppihald o.þ.h.
5. Reikninga vegna seldrar þjónustu skal ávallt útbúa af starfsmönnum fjármálasviðs og senda til innheimtu. Til þess að unnt sé að skrifa út reikning þarf sá er þjónustu veitir að senda skriflegar upplýsingar þar að lútandi.
6. Sértekjur, sem þannig aflast eru tekjufærðar á viðkomandi deild eða skv. óskum sviðsstjóra hverju sinni, í samræmi við meginreglur spítalans.