Frétt

15. 09 2014

Bergur Stefánsson yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa

Bergur Stefánsson
Bergur Stefánsson bráðalæknir hefur tekið við starfi yfirlæknis bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa. 

Yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa fer með læknisfræðilega forsjá sjúkraflutinga á landinu öllu skv. reglugerð nr. 262/2011 um framkvæmd og skipulag sjúkraflutninga. Hann er jafnframt umsjónarlæknir sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu skv. sömu reglugerð. Yfirlæknir starfar náið með viðbragðsaðilum s.s. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslunni, Neyðarlínu, Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Slysavarnarfélaginu-Landsbjörgu. 

Bergur er með sérfræðileyfi í bráðalækningum. Hann hefur starfað á Nýja Sjálandi í sjö ár og meðal annars í sjúkraflutingum. Bergur hefur starfað með Alþjóðlegu rústabjörgunarsveitinni og nýverið tekið þátt í úttektaræfingu á vegum sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins. 


Til baka