Launadeild

Staðsetning: Eiríksgötu 5, 2. hæð til hægri
Sími: 543 1300
Fax: 543 2359
Símatími: 543 1300, frá kl. 09:00 til 12:00 og frá kl. 13:00 til 15:00 virka daga 

Deildarstjóri:  Ottó Magnússon - otto@landspitali.is

Upplýsingar um nýtingarhlutfall persónuafsláttar skal sendast á launadeild@landspitali.is. Beiðni um nýtingu ónýtts persónuafsláttar skal fylgja yfirlit frá RSK, sjá þjónustusíður RSK.

Launadeild á mannauðssviði sér um að upplýsingar um starfsmenn í starfsmannakerfinu séu réttar, um rekstur viðveruhluta Vinnustundar, aðstoðar við launauppgjör og skilar launagögnum til launaútreiknings.  Markmið launadeildar er að starfsmenn Landspítala fái greidd rétt laun á réttum tíma. Starfsmenn launadeildar tryggja eftir bestu getu að launavinnsla, afgreiðsla launa og launatengdra mála hljóti afgreiðslu í samræmi við samninga, lög, verklagsreglur og leiðbeiningar. Móttaka, úrvinnsla, skráning, úttektir og varsla launagagna eru grundvallarþættir í starfsemi deildarinnar.  

Helstu verkefni :  

  • Útreikningar og útborgun launa
  • Móttaka, úrvinnsla, skráning, úttektir og varsla launagagna
  • Viðhald starfsmannaskráa
  • Eftirlit og uppfærsla á úttekt og ávinnslu leyfa
  • Skýrslugerðir og úttektir úr launagagnagrunnum
  • Starfsmannaskjalasafn

Vottorð um starf: Launadeild gefur út vottorð varðandi störf hjá Landspítala og fyrirrennurum hans ss. Borgarspítala, Sjúkrahúss Reykjavíkur, Landakot og St. Jósepsspítala, Hafnarfirði. 

Hægt er að senda beiðni um vottorð á launabokhald@landspitali.is  en nauðsynlegt er að gefa upp kennitölu.