Móttökugeðdeild 33A

Deildin er móttökugeðdeild fyrir einstaklinga með alvarlegan geð- og fíknivanda. Flestar innlagnir á deild eru í gegnum biðlista í umsjón biðlistastjóra

Markmið meðferðar á deildinni er að einstaklingar nái lágmarksjafnvægi í innlögn. Þverfagleg meðferðarteymi starfa á deildinni og sinna einstaklingsmiðaðri meðferð sem þýðir að einstaklingur innskrifast í ákveðið teymi og hefur sömu meðferðaraðila meðan á dvöl stendur. Flestir útskrifast heim en eru í eftirfylgd um tíma á göngudeild, á stofu hjá sérfræðingi eða hjá heimilislækni.

Heimsóknartímar: Heimsóknir eru ekki æskilegar fyrstu þrjá sólarhringana. Heimsóknir einskorðast við nánustu aðstandendur. Óska þarf eftir leyfi fyrir heimsóknum með sólarhringsfyrirvara. Leyfi eru veitt í samráði við meðferðarteymi. Heimsóknartími er virka daga kl. 15:00-17:30 og um helgar kl. 13:00-17:00.

Símar

  • Vakt deild 33A 5434080
  • Ritari 5434042
  • Skiptiborð geðsviðs 5434050

 

Ábendingum vegna þjónustu deildarinnar má koma til deildarstjóra eða yfirlæknis eftir því sem við á