Endurhæfingargeðdeild 7 og 5 daga

Endurhæfingargeðdeild  sinnir fólki með langvinnar geðraskanir með áherslu á endurhæfingu geðklofasjúklinga sem veikjast ungir. Deildin er endurhæfingardeild sem hefur rými fyrir 23 einstaklinga þar af 11 rými fyrir 5 daga þjónustu og síðan tvö dagrými. Meðferð er einstaklingsmiðuð og er stýrt af fjölfaglegu teymi geðheilbrigðisstarfsfólks. Lögð er áhersla á að greina líffræðilega, sálræna og félagslega þætti sem stuðla að eða viðhalda geðsjúkdómi eða geðheilsuvanda viðkomandi einstaklings. Hugmyndafræði meðferðar lýtur að uppfyllingu á grunnþörfum hvers einstaklings þar sem aðstoð til sjálfshjálpar er höfð að leiðarljósi og að hver einstaklingur geti notið hæfileika sinna og styrkleika. Lögð áhersla á sjálfstæði hvers sjúklings og hann virkjaður í að takast á við athafnir daglegs lífs.

Deildin er á 3 og 4 hæð í aðalbyggingu Kleppi. 

Heimsóknartími er kl. 15:00-17:00 og 19:00-21:00 og eftir samkomulagi við vakthafandi hjúkrunarfræðing

Símatími sjúklinga er kl: 13:00-14:00, 16:00-17:00 og 19:00-20:00

Símanúmer

  • Vakt - 543 4213 og 543 4008
  • Deildarstjóri - 543 4359
  • Yfirlæknir - 543 1000 
  • Sjúklingasími - 543 4359