Endurhæfing LR

Vönduð og fagleg meðferð án tafar

Endurhæfing LR eða Laugarásinn er deild á geðsviði Landspítalans sem býður upp á sérhæfða meðferð og endurhæfingu fyrir unga einstaklinga, á aldrinum 18-25 ára, með byrjandi geðrofssjúkdóm. 

Unnið er eftir gagnreyndu meðferðarmódeli um snemm-íhlutun í þróun geðrofssjúkdóms – „Early Intervention in First Episode Psychosis“.

Megin þungi starfseminnar er dagdeild og þangað sækja í dag 50 – 60 einstaklingar þjónustu og til viðbótar eru 7 einstaklingar í sólarhringsdvöl.

 
Á deildinni starfar öflugt þverfaglegt teymi sem samanstendur af geðlækni, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, félagsráðgjafa, iðjuþjálfa, íþróttafræðingum, sjúkraliðum, ráðgjöfum og stuðningsfulltrúum. 

Boðið er upp á fjölbreytt og gagnreynd meðferðarúrræði sem miða að því að draga úr einkennum, forða bakslagi og styðja við unga einstaklinga til að takast á við daglegt líf á uppbyggilegan máta. Þeir sem sækja þjónustu fá aðstoð við að ná betri tökum á sjúkdómnum og einkennum hans sem og daglegu lífi. Einnig er áhersla lögð á heilbrigðan lífsstíl. Mikilvægur þáttur starfseminnar er vinna með aðstandendum meðal annars með fræðslu og reglulegum fjölskyldufundum. 

Starfsemin er mjög sveigjanleg og einstaklingsmiðuð og lögð er áhersla á að mæta mismunandi þörfum og væntingum. 

Sem dæmi um meðferðarúrræði starfseminnar má nefna:

 • Einstaklingsviðtöl 
 • Fræðslu um einkenni og meðferð geðrofssjúkdóma
 • Hugræn atferlismeðferð, bæði einstaklingsmeðferð og hópmeðferð
 • Námskeið um heilbrigðan lífsstíl í samvinnu við Næringarstofu LSH
 • Hópíþróttir og líkamsrækt
 • Myndlistarverkefnið LISTAFL
 • Tónlistarverkefnið HLJÓMAFL
 • Þjálfun og efling félagslegrar færni
 • Starfsendurhæfing eftir hugmyndafræði “Individual Placement and Support” í samvinnu við VIRK starfsendurhæfingarsjóð
 • Fjölþætt fjölskylduþjónusta

Símanúmer

 • Starfsmiðstöð 543 4650 og 581 4544
 • Deildarstjóri: 543 5938
 • Ritari deildarstjóra: 543 5937

Fyrir heilbrigðisstarfsfólk

Leiðbeiningar um hvernig sótt er um á LR gegnum SÖGU kerfið >>

___________

Virðing - Virkni - Valfrelsi - Vöxtur - Velferð