Sýkingavarnir

Sýkingavarnadeild Landspítala tilheyrir sviði framkvæmdastjóra hjúkrunar og lækninga .

Starfssvið deildarinnar spannar vítt svið en megin áherslan er á varnir gegn sýkingum á sjúkrahúsinu og eftirlit og skráning sýkinga og ákveðinna örvera. Þá er kennsla nema og fræðsla til starfsmanna stór hluti starfsins auk samstarfs við sóttvarnalækni.

Í reglugerð nr. 817/2012 um sóttvarnaráðstafanir er kveðið á um að á Landspítala skuli starfa sýkingavarnadeild. Reglugerðin tilgreinir að sýkingavarnadeild skuli skrá sýkingar í tengslum við veitingu heilbrigðisþjónustu og stuðla að sýkingavörnum innan Landspítala.

Verkefni:

  • Sjá um framkvæmd sóttvarna á sjúkrahúsinu frá degi til dags
  • Hafa eftirlit með sýkingum á sjúkrahúsinu og skráningu þeirra
  • Miðla fræðslu til starfsmanna varðandi smitgát, sýkingar og varnir gegn þeim
  • Talnaleg úrvinnsla og vísindalegar rannsóknir tengdar sýkingum
  • Eftirlit með hugsanlegum smitleiðum
  • Sjá um annað það sem dregið gæti úr sýkingum í sjúkrahúsinu
  • Vera öðrum sjúkrahúsum landsins til hjálpar sé eftir því leitað og þörf krefur