Um skurðlækningasvið

Skurðlækningasvið er eitt umfangsmesta svið Landspítala. Sviðinu tilheyra níu sérgreinar skurðlækninga auk svæfinga-og gjörgæslulækninga, Blóðbankinn og dauðhreinsunardeild.


FOSSVOGUR

A4 (HNE, lýta- og æðaskurðdeild) sinnir þjónustu við einstaklinga sem fara í uppbyggingu á brjóstum og aðgerðum vegna ýmis konar lýta, meðfæddra útlitsgalla, húðkrabbameina og uppbyggingar á brjóstum. Einnig sinnir deildin meðferð alvarlegra brunasára á landsvísu. Á deildinni liggja einnig sjúklingar eftir aðgerð á hálsi, nefi og eyrum og æðaskurðsjúklingar.

A5 (dagdeild skurðlækninga í Fossvogi) sinnir sjúklingum sem fara í minni háttar aðgerðir á vegum HNE, bæklunar-, heila- og tauga-, lýta- og æðaskurðlækninga og geta útskrifast samdægurs. Einnig er tekið á móti sjúklingum sem fara í aðgerðir í Fossvogi sem krefjast lengri legutíma. Deildin er opin virka daga kl. 7:00-22:00.

B3 (göngudeild HNE) sinnir greiningu, meðferð og eftirliti sjúklinga með sjúkdóma í hálsi, nefi og eyrum. Deildin er opin virka daga kl. 8:00-16:00.

B5 (bæklunarskurðdeild) sinnir m.a. þjónustu við sjúklinga sem fara í hrygg- eða liðskiptaaðgerðir og aðgerðir vegna áverka á stoðkerfi. Allt að helmingur þeirra sjúklinga sem koma til meðferðar á deildinni koma í kjölfar áverka og slysa.

B6 (heila- tauga- og bæklunarskurðdeild) sinnir sjúklingum eftir aðgerð á heila, mænu og taugum auk þjónustu við sjúklinga með stoðkerfisvandamál og eftir liðskiptaaðgerðir.


HRINGBRAUT

11A (göngudeild þvagfæra)  veitir sérhæfða göngudeildarþjónustu við sjúklinga utan sem innan spítala auk ráðgjafar og kennslu. Deildin er opin kl. 8:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga og kl. 8:00-12:00 á föstudögum.

12E (hjarta-, lungna- og augnskurðdeild) sinnir einstaklingum sem farið hafa í aðgerð vegna sjúkdóma í hjarta og lungum. Á deildinni er einnig legurými fyrir augnsjúklinga.

12G (skurðlækningadeild) sinnir meðferð sjúklinga sem fara í aðgerð á neðri hluta meltingarfæra eða á hálsi.

13D (dagdeild skurðlækninga við Hringbraut) sinnir dagdeildarþjónusta við sjúklinga sem fara í minni háttar aðgerðir svo sem þvagfæraaðgerðir, augnaðgerðir og aðgerðir á kviðarholi. Deildin er opin virka daga frá kl. 07:00-19:00.

13G (skurð- og þvagfæraskurðdeild)  er sinnir meðferð sjúklinga sem fara í aðgerð á efri hluta meltingarfæra og þvagfærum auk þess sem deildin er ábyrg fyrir sjúklingum sem fá ígrædd nýru liggja á deildinni.

Dag- og göngudeild augnlækninga á Eiríksgötu 37 sinnir sjúklingum með augnsjúkdóma og þeim sem þurfa eftirlit eftir aðgerðir á augum. Deildin er opin virka daga frá klukkan 8:00-16:00.

Gjörgæsludeildir eru í Fossvogi og við Hringbraut. Þar er veitt almenn gjörgæslumeðferð. Á vöknun fer fram skammtímaeftirlit með sjúklingum eftir aðgerðir, rannsóknir, svæfingar og deyfingar.

Svæfingadeildir eru á skurðstofueiningum í Fossvogi og við Hringbraut. Þær sinna svæfingum og deyfingum við skurðaðgerðir auk þess að þjónusta röntgen-, geð-, bráða- og hjartadeildir. Einnig koma þær að sérhæfðum verkefnum á öllum sviðum spítalans svo sem verkjameðferð, ísetningu æðaleggja og endurlífgun.

Skurðstofur eru samtals 20 í fjórum húsum. Í Fossvogi eru gerðar aðgerðir á vegum heila- og tauga, háls-, nef- og eyrna, æða-, lýta- og bæklunarlækninga. Í aðalbyggingu við Hringbraut eru gerðar aðgerðir á vegum, barna-, þvagfæra-, brjósthols- og almennra skurðlækninga og augnlækninga. Í kvennadeildarhúsi við Hringbraut eru gerðar aðgerðir á vegum kvennadeilda auk skurðaðgerða vegna brjóstameina. Á dagdeild augnlækninga við Eiríksgötu eru gerðar augasteinsaðgerðir og lyf gefin í augu.

Dauðhreinsunardeild á Tunguhálsi framleiðir og dauðhreinsar vörur og pakkar þeim til nota á skurðdeildum og öðrum deildum ásamt því að geyma og afgreiða í minni einingum einnota dauðhreinsaða vöru.

Blóðbankinn (http://www.blodbankinn.is) annast alla söfnun, vinnslu og afgreiðslu blóðhluta á Íslandi. Starfsstöðvar eru í Reykjavík og á Akureyri auk þess sem Blóðbankabílinn safnar blóði víða um land. Einnig sinnir Blóðbankinn vefjaflokkunarþjónustu og stofnfrumuvinnslu á Íslandi.