Kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild 13EG


Aðsetur:
 Hringbraut, E og G álma 3. hæð Inngangur
Símanúmer: 543 7360
Heimsóknartímar:  Eftir samkomulagi, sjá nánar hér

Hjúkrunardeildarstjóri: Erla Dögg Ragnarsdóttir erladogg@landspitali.is
Yfirlæknar: Páll Helgi Möller pallm@landspitali.is (almennar skurðlækningar) / EiríkurJónsson eirikjon@landspitali.is (þvagfæraskurðlækningar)

Meginviðfangsefni

 • Vandamál í meltingarvegi
 • Þvagfæravandamál
 • Nýraígræðslur
 • Almenn vandamál tengd aðgerðum á meltingarvegi

Sjúklingar sem leggjast inn á deildina koma frá bráðadeild, dagdeild skurðlækninga eða gjörgæsludeild. 
Deildin er legudeild með 18 rúmum. Starfsmenn eru tæplega 60 talsins, meðaldvalartími er rúmir 4 dagar.

Starfsfólk deildarinnar leggur áherslu á góð samskipti við sjúklinga og fjölskyldur þeirra og að veita greinargóðar upplýsingar um sjúkdómsástand, rannsóknir, meðferð, hjúkrun og batahorfur. 

Öryggi sjúklinga

Allir sjúklingar eiga að fá armband með nafni og kennitölu. Upplýsingar á armbandinu eru notaðar til staðfestingar þegar lyf eru gefin, við blóðgjafir og hvers kyns rannsóknir og aðgerðir. Stundum þykir fólki nóg um hversu oft er til dæmi spurt um kennitölu, ofnæmi og lyfjanotkun en allt er þetta gert til að tryggja öryggi. Best er ef sjúklingar eru vakandi fyrir þessum vinnureglum og minni á ef ekki er farið eftir þeim. Hjálpaðu okkur að tryggja öryggi þitt.


 • Deildin er opin allan sólarhringinn allan ársins hring. Sjúklingar leggjast inn hvenær sem er sólarhringsins og útskrifað er alla daga. 
 • Sjúklingum er sinnt allan sólarhringinn allt eftir þörfum hvers og eins en mest er um að vera á morgnana. Þá er veitt aðstoð við persónulega umhirðu, genginn stofugangur og útskriftir undirbúnar. 
 • Vaktaskipti hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða eru kl. 08:00, 15:30 og 23:00. Stofugangur er frá 09:00-11:00.
 • Heimsóknartímar eru eftir samkomulagi en yfirleitt ekki fyrir hádegi eða eftir kl. 20:00.
 • Sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar gegna mikilvægu hlutverki í meðferð, fræðslu og ráðleggingum til sjúklinga. 
 • Félagsráðgjafar veita ráðgjöf varðandi réttindamál, búsetuúrræði og færni og heilsumat.
 • Sálfræðingar eru kallaðir til eftir þörfum fyrir sjúklinga og aðstandendur. 
 • Næringarráðgjafar veita fræðslu og ráðgjöf um mataræði.
 • Prestar og djáknar sinna sálgæslu sjúklinga, aðstandenda og starfsfólks.  
 
Landspítali er háskólasjúkrahús og þangað kemur ár hvert fjöldi nema í hinum ýmsu starfsgreinum til kennslu og þjálfunar. Nemendur fylgjast með og taka þátt í daglegri meðferð sjúklinga. Þeir eru alltaf á ábyrgð undir handleiðslu leiðbeinenda sinna.
Þá er unnið umfangsmikið vísindastarf á sjúkrahúsinu. Sjúklingar eru stundum beðnir um að taka þátt í slíkum verkefnum og eiga þeir þá rétt á ítarlegri upplýsingagjöf um tilgang og framkvæmd verkefnis. Hverjum og einum er heimilt að neita slíkri þátttöku eða hætta henni hvenær sem er án skýringa.
 
 • Allir sjúklingar fá mat á deildinni nema þeir séu tímabundið fastandi vegna rannsókna, aðgerða eða sjúkdómsástands. Morgunverður er borinn fram um kl. 8:30, hádegisverður um kl. 12:00, miðdegiskaffi um 14:30, kvöldmatur kl. 17:30 og kvöldkaffi um 19:30.
 • Á ganginum er vatnskælivél. Í dagstofu er kæliskápur fyrir sjúklinga ásamt borði með blómavösum og merkimiðum.
 • Farsíma má nota en vinsamlega hafið símann stilltan á hljóðlausa hringingu og takið tillit til stofufélaga þegar talað er í síma.
 • Vinsamlega virðið einkalíf annarra sjúklinga og ræðið ekki það sem þið kunnið að verða áskynja um heilsufar þeirra og hagi.
 • Sjúklingar geta fengið aðgang að netinu gegnum gestanet spítalans.
 • Afþreyingartónlist er í útvarpinu á rás 3. Sjónvörp eru á öllum sjúkrastofum.
 • Kvennadeild  Rauða kross Íslands rekur verslanir í anddyrum Landspítala.
 • Sjúklingar eru beðnir um að láta vita ef þeir hyggjast fara í verslunina eða af deildinni í öðrum erindagjörðum.
 • Hraðbanki er í anddyri í Kringlu og sjálfsalar eru á nokkrum stöðum í húsinu.
 • Guðsþjónustur eru flesta sunnudaga kl.10:00 á þriðju hæð. Þær eru auglýstar sérstaklega.

Almennar skurðaðgerðir

Bakflæðisaðgerð
  Útskriftarfræðsla
Botnlangataka
Bris: Skurðaðgerð á brisi, gallvegum og skeifugörn (Whipple´s)
        - Útskriftarfræðsla 
Bris: Skurðaðgerð á vinstri hluta briss
       - Útskriftarfræðsla
Eitlataka
Endaþarmur: Brottnám á endaþarmi
  - Útskriftarfræðsla
Endaþarmur: Hlutabrottnám á ristli og endaþarmi (low anterior resection)
      - Útskriftarfræðsla
Endaþarmur: Skurðaðgerð á endaþarmi - innri garnapoki
Endaþarmur: Skurðaðgerð vegna endaþarmssigs (rectal prolapse)
      - Útskriftarfræðsla
Endaþarmur: Skurðaðgerð á endaþarmi (TEM)
      - Útskriftarfræðsla
Gallblöðrutaka
Hlutabrottnám á lifur
  - Útskriftarfræðsla
Kalkkirtlar fjarlægðir
  - Útskriftarfræðsla
Kviðsjárspeglun
Kviðslitsaðgerð - skjal í vinnslu
Lokun á lykkjustóma
 - Útskriftarfræðsla
Lyfjabrunnsísetning
Magahjáveituaðgerð
Skurðaðgerð á maga
- Útskriftarfræðsla
Skurðaðgerð á ristli
  - Útskriftarfræðsla
Skurðaðgerð á skjaldkirtli
 - Útskriftarfræðsla
Skurðaðgerð vegna innri gyllinæðar

Þvagfæraskurðaðgerðir

Brottnám á blöðruhálskirtli
 - Útskriftarfræðsla
Brottnám nýra með kviðsjá
Brottnám eða hlutabrottnám nýra
  - Útskriftarfræðsla
Brottnám eista
Brottnám þvagblöðru
  - Útskriftarfræðsla

Heflun á blöðruhálskirtli (TURP)
  - Útskriftarfræðsla
Ísetning stoðleggs milli nýra og þvagblöðru (JJ leggur)
Nýrnasteinataka gegnum slöngu í nýra
  - Útskriftarfræðsla
Skurðaðgerð á þvagleiðara um kviðsjá
 - Útskriftarfræðsla

Stuðningur við þvagrás
Sýni eða æxli fjarlægt úr þvagblöðru (TURT)

Tónlist í skurðaðgerð
Vökvi fjarlægður úr pung
Þvagblöðruspeglun
Þvagleggur settur í gegnum kviðvegg
ÞvagstómaSjúkrahúsdvöl á aldrei að vera lengri en nauðsyn krefur og sjúklingar eiga að jafnaði að fá upplýsingar um útskrift innan sólarhrings frá innlögn.

Við útskrift á sjúklingur rétt á að fá:

 • Upplýsingar um ástæður innlagnar, meðferð og niðurstöður rannsókna.
 • Upplýsingar um áframhaldandi eftirlit ef slíkt er fyrirhugað og hvert á að leita eftir niðurstöðum sem liggja ekki fyrir við útskrift.
 • Upplýsingar um hættumerki sem þarf að vera vakandi fyrir eftir heimkomu og hvert á að leita ef vandamál koma upp eftir útskrift.
 • Yfirlit yfir þau lyf sem á að taka, skammtastærðir og tímalengd ef við á. Lyfseðlar eru sendir rafrænt í lyfjagátt og er hægt að leysa út í hvaða apóteki sem er.

 

Nánar hér um lyf og lyfjagjafir

Endurnýjun lyfseðla
Útskriftarteymi