Legudeildir

Fossvogur

B5 (bæklunarskurðdeild) sinnir m.a. þjónustu við sjúklinga sem fara í hrygg- eða liðskiptaaðgerðir og aðgerðir vegna áverka á stoðkerfi. Allt að helmingur þeirra sjúklinga sem koma til meðferðar á deildinni koma í kjölfar áverka og slysa.

B6 (heila-, tauga- og bæklunarskurðdeild) sinnir sjúklingum eftir aðgerð á heila, mænu og taugum auk þjónustu við sjúklinga með stoðkerfisvandamál og eftir liðskiptaaðgerðir.

A4 (HNE, lýta- og æðaskurðdeild) sinnir þjónustu við einstaklinga sem fara í uppbyggingu á brjóstum og aðgerðum vegna ýmis konar lýta, meðfæddra útlitsgalla, húðkrabbameina og uppbyggingar á brjóstum. Einnig sinnir deildin meðferð alvarlegra brunasára á landsvísu. Á deildinni liggja einnig sjúklingar eftir aðgerð á hálsi, nefi og eyrum og æðaskurðsjúklingar.

Hringbraut

12G (hjarta-, lungna- og augnskurðdeild) sinnir einstaklingum sem farið hafa í aðgerð vegna sjúkdóma í hjarta og lungum. Á deildinni er einnig legurými fyrir augnsjúklinga.

13EG (kviðarhols- og þvagfæraskurðdeild) sinnir einstaklingum sem fara í aðgerð á meltingarfærum, skjaldkirtli og þvagfærum auk þess sem sjúklingar sem fá ígrædd nýru liggja á deildinni.