Á rannsóknarsviði eru rannsóknardeildir á sviði blóðmeinafræði, erfða- og sameindalæknisfræði, klínískrar lífefnafræði, líffærameinafræði, myndgreiningar, ónæmisfræði, sýklafræði og veirufræði.
Hlutverk rannsóknarsviðs er að:

  • Stuðla að bættri heilsu almennings með því að framkvæma rannsóknir til að greina sjúkdóma, meta horfur sjúklinga og bæta eftirfylgni og fyrirbyggja sjúkdóma
  • Bjóða upp á breitt úrval þjónusturannsókna í viðkomandi sérgreinum lækningarannsókna og taka þátt í greiningu og meðferð sjúkdóma.
  • Veita sérhæfða meðferð með rannsóknarinngripum.
  • Vera bakhjarl fyrir aðrar rannsóknarstofur á landinu.
  • Veita ráðgjöf til einstaklinga, heilbrigðisstarfsmanna og stofnana, heilbrigðisyfirvalda og annarra sem eftir henni leita.
  • Annast fræðslu og stunda kennslu og þjálfun í viðkomandi sérgreinum lækningarannsókna.
  • Stunda og stuðla að vísindarannsóknum.
  • Starfrækja lífsýnasöfn Landspítala.
Stjórnendur rannsóknarsviðs

Gæðastefna rannsóknarsviðs