Réttarlæknisfræði

Réttarlæknisfræði er sú grein læknavísindanna sem hefur það hlutverk að aðstoða réttvísina við lausn læknisfræðilegra vandamála, sem koma fyrir lögreglu og dómsstóla.

 

Réttarlæknisfræði og réttarmeinafræði eru tvær skildar undirsérgreinar innan læknisfræðinnar. Þessar greinar eru snertifletir læknisfræðinnar og réttarkerfisins, og má segja að læknisfræðin sé notuð til að leysa vandamál eða leita lausna á lagalegum atriðum er snúa að réttarkerfinu, þ.e. lögreglu og dómskerfi. Réttarmeinafræðin snýr fyrst og fremst að rannsókn á þeim látnu, réttarlæknisfræðin sinnir þeim lifandi. Réttarmeinafræðingur framkvæmir réttarkrufningar að beiðni lögregluembættanna og eru þær framkvæmdar til að komast að dánarorsök og dánaratvikum.

Dánaratvik eru það hvernig dauðann bar að garði; var það af slysförum, sjálfsvíg, manndráp eða náttúrulegur dauðdagi. Í sumum tilfellum er réttarkrufningin ein og sér nægjanleg til ákvörðunar dánaratvika, en í flestum tilvikum er rannsókn lögreglu (þ.m.t. vettvangsrannsókn og vitnaleiðslur) a.m.k. jafnmikilvæg ef ekki mikilvægari til ákvörðunar dánaratvika. Í tilvikum þar sem um manndráp er að ræða, eða grunur um slíkt, tekur réttarmeinafræðingurinn einnig þátt í vettvangsrannsókn lögreglu.

Réttarkrufningar á Íslandi eru einvörðungu framkvæmdar á Rannsóknastofu í meinafræði og eru rúmlega 200 á ári. Þeim hefur farið fjölgandi með árunum og rannsóknir á dánarorsökum og dánaratvikum eru oft flóknar og tímafrekar, jafnvel þó um sé að ræða náttúrulegan dauðdaga. Auk þess að leiða í ljós eða staðfesta dánarorsök (svo sem í slysum) getur réttarkrufning leitt í ljós illkynja sjúkdóm sem ekki var þekktur fyrir, eða áður ógreindan arfgengan sjúkdóm, sem þýðingarmikið er fyrir aðstandendur að hafa vitneskju um. Venjulega líða a.m.k. tveir til þrír sólarhringar frá andláti til réttarkrufningar, jafnvel lengur, sem hafa þarf í huga við tímasetningu kistulagninga og jarðarfara. Oft er dánarorsök ljós strax í lok krufningar. Í þeim tilvikum þar sem útiloka þarf eða staðfesta lyfjaeitrun má reikna með að það taki a.m.k. tvo mánuði að fá endanlegar niðurstöður krufningarinnar.

Ýmsar aðrar sérrannsóknir, sumar framkvæmdar á rannsóknarstofunni, aðrar utan stofnunarinnar, geta einnig tekið langan tíma. Dánarvottorð er þó alltaf gefið út strax að lokinni krufningu til að unnt sé að jarðsetja án frekari tafa. Þegar um er að ræða réttarkrufningar, geta aðstandendur sótt dánarvottorðið á Rannsóknastofu í meinafræði. Ef aðstandendur óska eftir, geta þeir fengið viðtal við réttarmeinafræðinginn til að fá niðurstöður réttarkrufningarinnar. Einnig geta aðstandendur beðið heimilislækni sinn að hafa samband við réttarmeinafræðinginn og miðla niðurstöðum til ættingja.

Vinsamlega athugið að aðstandendur þurfa að hafa frumkvæði að því að fá niðurstöðurnar frá rannsóknastofunni.

Sjá einnig dreifibréf Landlæknisembættisins nr. 3/2005 um hvaða andlát þarf að tilkynna til lögreglu: 
Á rannsóknastofu í meinafræði fara fram tvenns konar krufningar, annars vegar sjúkrahúskrufningar að beiðni vakthafandi sérfræðings á þeirri deild sem viðkomandi lést á, og hins vegar réttarkrufningar þar sem sýslumenn og lögreglustjórar embætta biðja um krufningu á aðilum sem deyja utan stofnana.

Ef um er að ræða sjúkrahúskrufningu gefur sá sérfræðingur, sem biður um krufningu, út dánarvottorðið og geta aðstandendur yfirleitt nálgast það vottorð á þeirri deild sem viðkomandi einstaklingur lést.

Ef um er að ræða réttarkrufningu er dánarvottorðið gefið út af réttarmeinafræðingi og hægt er að nálgast dánarvottorðið á ritaramiðstöð Rannsóknastofu í meinafræði.
Á rannsóknastofu í meinafræði fara fram tvenns konar krufningar, annars vegar sjúkrahúskrufningar að beiðni vakthafandi sérfræðings á þeirri deild sem viðkomandi lést á, og hins vegar réttarkrufningar þar sem sýslumenn og lögreglustjórar embætta biðja um krufningu á aðilum sem deyja utan stofnana.

Ef um er að ræða sjúkrahúskrufningu gefur sá sérfræðingur, sem biður um krufningu, út dánarvottorðið og geta aðstandendur yfirleitt nálgast það vottorð á þeirri deild sem viðkomandi einstaklingur lést.

Ef um er að ræða réttarkrufningu er dánarvottorðið gefið út af réttarmeinafræðingi og hægt er að nálgast dánarvottorðið á ritaramiðstöð Rannsóknastofu í meinafræði.
Réttarlæknisfræði er ævafornt fag en fyrstu kennslubækur í réttarlæknisfræði í Evrópu voru gefnar út á 17. öld og var þá kennd við þýska háskóla. Í kringum 1750 hófst kennsla í réttarlæknisfræði við Háskólann í Kaupmannahöfn en stofnað var til fyrstu prófessorsstöðu í réttarlæknisfræði á Norðurlöndum (medicina legalis) árið 1841 við Karolinska Institutionen í Stokkhólmi.

Á Íslandi var réttarlæknisfræði kennd í Læknaskólanum í Reykjavík frá 1876. Jafnan þótti rétt að gera líkskurð á mönnum sem létust voveiflega og var Níels Dungal, prófessor í meinafræði frumkvöðull í réttarlæknisfræðilegum störfum hérlendis og tók meðal annars upp rannsóknir í barnsfaðernismálum. Sérstakt embætti prófessors í réttarlæknisfræði við Háskóla Íslands var stofnað 1979 og samkvæmt hefð fylgdu þá rannsóknastörf í réttarlæknisfræði innan vébanda Rannsóknastofu Háskólans.

Mörg störf réttarlæknisfræði eru fléttuð inn í almenn lækningastörf, svo sem héraðslækna, slysavarðstofulækna, kvensjúkdómalækna og barnalækna. Þau störf, sem kalla má sértæk réttarlæknisfræðileg störf eru rannsókn dauðsfalla, sem koma til kasta lögregluyfirvalda, barnsfaðernismál og glæpamál þar sem lífefni til kennslagreiningar koma við sögu. Réttarlæknar þurfa oft á afar sértækum rannsóknum að halda, t.d. kennslaburð líkamsleifa, DNA-rannsóknir í glæpamálum, skoðun bitfara og margt fleira.

Rannsóknir í réttarlæknisfræði eru í eðli sínu margslungnar sökum þess að hvert mál er sérstakt. Um er að ræða að mestum hluta réttarkrufningar og barnsfaðernismál. Allar rannsóknir í réttarlæknisfræði eru unnar samkvæmt beiðni lögreglu eða dómsyfirvalda
Á Íslandi var réttarlæknisfræði kennd í Læknaskólanum í Reykjavík frá 1876. Jafnan þótti rétt að gera líkskurð á mönnum sem létust voveiflega og var Níels Dungal, prófessor í meinafræði frumkvöðull í réttarlæknisfræðilegum störfum hérlendis og tók meðal annars upp rannsóknir í barnsfaðernismálum. Sérstakt embætti prófessors í réttarlæknisfræði við Háskóla Íslands var stofnað 1979 og samkvæmt hefð fylgdu þá rannsóknastörf í réttarlæknisfræði innan vébanda Rannsóknastofu Háskólans.
Mörg störf réttarlæknisfræði eru fléttuð inn í almenn lækningastörf, svo sem héraðslækna, slysavarðstofulækna, kvensjúkdómalækna og barnalækna. Þau störf, sem kalla má sértæk réttarlæknisfræðileg störf eru rannsókn dauðsfalla, sem koma til kasta lögregluyfirvalda, barnsfaðernismál og glæpamál þar sem lífefni til kennslagreiningar koma við sögu. Réttarlæknar þurfa oft á afar sértækum rannsóknum að halda, t.d. kennslaburð líkamsleifa, DNA-rannsóknir í glæpamálum, skoðun bitfara og margt fleira.

Rannsóknir í réttarlæknisfræði eru í eðli sínu margslungnar sökum þess að hvert mál er sérstakt. Um er að ræða að mestum hluta réttarkrufningar og barnsfaðernismál. Allar rannsóknir í réttarlæknisfræði eru unnar samkvæmt beiðni lögreglu eða dómsyfirvalda.


Á Íslandi var réttarlæknisfræði kennd í Læknaskólanum í Reykjavík frá 1876. Jafnan þótti rétt að gera líkskurð á mönnum sem létust voveiflega og var Níels Dungal, prófessor í meinafræði frumkvöðull í réttarlæknisfræðilegum störfum hérlendis og tók meðal annars upp rannsóknir í barnsfaðernismálum. Sérstakt embætti prófessors í réttarlæknisfræði við Háskóla Íslands var stofnað 1979 og samkvæmt hefð fylgdu þá rannsóknastörf í réttarlæknisfræði innan vébanda Rannsóknastofu Háskólans.

Mörg störf réttarlæknisfræði eru fléttuð inn í almenn lækningastörf, svo sem héraðslækna, slysavarðstofulækna, kvensjúkdómalækna og barnalækna. Þau störf, sem kalla má sértæk réttarlæknisfræðileg störf eru rannsókn dauðsfalla, sem koma til kasta lögregluyfirvalda, barnsfaðernismál og glæpamál þar sem lífefni til kennslagreiningar koma við sögu. Réttarlæknar þurfa oft á afar sértækum rannsóknum að halda, t.d. kennslaburð líkamsleifa, DNA-rannsóknir í glæpamálum, skoðun bitfara og margt fleira.

Rannsóknir í réttarlæknisfræði eru í eðli sínu margslungnar sökum þess að hvert mál er sérstakt. Um er að ræða að mestum hluta réttarkrufningar og barnsfaðernismál. Allar rannsóknir í réttarlæknisfræði eru unnar samkvæmt beiðni lögreglu eða dómsyfirvalda.