Þjónusta

Erfða- og sameindalæknisfræðideild (ESD) veitir alhliða erfðaheilbrigðisþjónustu fyrir allt Ísland. Deildin er ein sinnar tegundar á Íslandi og sinnir alhliða erfðaheilbrigðisþjónustu fyrir allt landið.

ESD skiptist upp í eftirfarandi starfssvið: Litningarannsóknir, lífefnaerfðarannsóknir þ.m.t. nýburaskimun og fósturskimun, sameindaerfðarannsóknir, klíníska erfðafræði - erfðaráðgjöf og lífupplýsingatækni. ESD tengist lífefna- sameindalíffræðasviði læknadeildar H.Í. Auk erfðaþjónustu er ESD vettvangur kennslu og vísindarannsókna. 

Starf ESD tekur mið af ráðleggingum alþjóðlegra aðila, s.s. WHO, European Society of Human Genetics, EuroGentest og American College of Medical Genetics.