Blóðmeinafræðideild

Blóðmeinafræðideild er vettvangur þjónustu- og vísindarannsókna á blóðfrumum, beinmerg, líkamsvessum og blóðstorknun. Auk þess tilheyra deildinni blæðaramiðstöð LSH, segavarnir LSH og sérfræðileg ráðgjöf vegna storkumeina.  

Starfsemi blóðmeinafræðideildar byggir á greiningu blóð-, beinmergs- og líkamsvökvasýna sem berast frá deildum sjúkrahússins og öðrum stofnunum í heilbrigðisþjónustu. Deildin mótast af því að Landspítali er aðalkennslustofnun lækna og lífeindafræðinga. Innan deildarinnar starfa sérfræðingar í blóðsjúkdómum (blóðmeinafræðingar), lífeindafræðingar, hjúkrunarfræðingar og líffræðingar ásamt starfsmönnum á skrifstofu. Á undanförnum árum hefur vísindastarfsemi á deildinni aukist en þar fara m.a. fram rannsóknir á blæðingum og blæðingahneigð auk rannsókna á krabbameinum og stofnfrumum. Á blæðaramiðstöð og hjá segavörnum fer fram eftirlit og meðferð sjúklinga með blæðinga- eða segasjúkdóma, þ.m.t. segavarnarmeðferð.

Upplýsingar um sýnatökur og rannsóknir má finna í Þjónustuhandbók rannsóknarsviðs

Blóðmeinafræðideild er bæði í Fossvogi og við Hringbraut.

Rannsóknarstofur í Fossvogi eru til húsa á 1. hæð í E-álmu (E-1). Blóðtökueining er á sama stað.

Upplýsingar um svör og sýnamóttaka í Fossvogi: 
Sími 543 5600. Fax 543 5625

Rannsóknarstofur við Hringbraut eru til húsa á 1. og 2. hæð í K-byggingu. Blóðtökueining er á göngudeild í kjallara E-álmu (10-E).

Upplýsingar um svör og sýnamóttaka við Hringbraut: 
Sími 543 5000. Fax 543 5539  

 

Dagvinnutími er kl. 08:00-16:00.

Á rannsóknarstofum blóðmeinafræðideildar eru lífeindafræðingar á vakt allan sólarhringinn.  Vaktmenn Landspítala taka við sýnum og koma þeim á rannsóknastofur.

Blóðtaka Hringbraut:  Blóð er tekið af ferlivistarsjúklingum virka daga frá kl. 08:00 til 15:00 (til kl. 16:00 fyrir deildir spítalans)
Blóðtaka Fossvogur:  Blóð er tekið af ferlivistarsjúklingum virka daga frá kl. 08:00 til 15:45 
Nánar hér

Á blóðmeinafræðideild starfa sérfræðingar í blóðmeinafræði sem sinna sjúklingum með blæðingar- og storkuvandamál. Tímabókanir hjá sérfræðingum á göngudeild fara fram eftir tilvísun frá heimilislækni eða öðrum sérfræðingi í s. 543 5010. 

Læknar blóðmeinafræðideildar og hjúkrunarfræðingar blæðaramiðstöðvar og segavarna taka á móti sjúklingum á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga 11BC við Hringbraut. Sími dagdeildar er 543 6100.

Utan dagvinnutíma skiptast læknar blóðmeinafræðideildar á að sinna útköllum vegna blæðara, blæðinga- og storknunarvandamála og blóðmeinafræðilegra rannsókna.

Yfirlæknir deildarinnar er Páll Torfi Önundarson.