Blæðaramiðstöð

Blæðara- og storkumeinamiðstöð var stofnuð innan blóðmeinafræðideildar Landspítala árið 2001. Hún er sú eina sinnar tegundar hérlendis og þjónar landinu öllu með rannsóknum, ráðgjöf og meðhöndlun á blæðinga- og ofstorknunarsjúkdómum. Einnig er boðið upp á erfðafræðilega greiningu og erfðaráðgjöf í samvinnu við erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítalans.

Starfsemi blæðara- og storkumeinamiðstöðvar skiptist í tvo meginþætti. Annars vegar fer fram greining og meðhöndlun blæðingasjúkdóma og eftirlit sjúklinga með blæðingasjúkdóma, blæðaramiðstöð, og hins vegar greining og meðhöndlun sjúkdóma og vandamála sem tengjast blóðstorku- og segamyndun, segavarnir.

Símanúmer og fax 

 Hjúkrunarfræðingur blæðaramiðstöðvar 824 5414 
 Vaktsími lækna 543 2894 / 824 5539
 Blóðmeinafræðideild, tímabókanir á göngudeild 543 5010
 Göngudeild Barnaspítala Hringsins, afgreiðsla 543 3700
 Blæðaramiðstöð, fax

543 5016

 

Tölvupóstur blæðaramiðstöðvar:  storkumein@landspitali.is

Staðsetning

Skrifstofur lækna og hjúkrunarfræðinga eru á 1. hæð K-byggingar á Landspítala Hringbraut. Rannsóknarstofa er á 2. hæð í sömu byggingu.

Móttaka sjúklinga er á göngudeild 11BC sem er á 1. hæð á Landspítala Hringbraut. Gengið er inn um aðalinngang Landspítalans, Kringluna.

Börnum að 18 ára aldri er sinnt á Barnaspítala Hringsins við Hringbraut.