1140X350_forsida_2_Rannsoknarsvids.jpg (277326 bytes)

Rannsóknarsvið

Á rannsóknarsviði eru átta sérgreinar lækningarannsókna. Þær eru blóðmeinafræði, erfða- og sameindalæknisfræði, klínísk lífefnafræði, líffærameinafræði, röntgendeild, ónæmisfræði, sýklafræði og veirufræði.

Starfsvettvangur rannsóknarsviðsins er bæði fjölbreyttur og umfangsmikill. Meginhlutverk þess er að bjóða upp á almennar og sérhæfðar þjónusturannsóknir á sviðum lækningarannsókna fyrir Landspítala, aðrar heilbrigðisstofnanir og læknastofur. Sérgreinarannsóknarstofur sviðsins eru jafnframt bakhjarl annarra lækningarannsóknarstofa á landinu og fjölmargar sérhæfðar rannsóknir eru gerðar þar en ekki annars staðar. Á sviðinu starfa lífeindafræðingar, geislafræðingar, læknar, náttúrufræðingar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, ritarar og aðrir starfsmenn, alls í um 360 stöðugildum. 
 
Þrjú lífsýnasöfn eru starfrækt innan rannsóknarsviðs. 

Rannsóknarsvið gegnir mikilvægu hlutverki við vísindarannsóknir í læknisfræði. Umtalsverð vísindastarfsemi fer fram á vegum starfsmanna þess, oft í samvinnu við aðra vísindamenn innan og utan LSH. Sakir umfangs og fjölbreytni starfseminnar er rannsóknarsviðið mjög virkt í kennslu heilbrigðisstétta, fyrst og fremst læknanema, geisla- og lífeindafræðinema.

Til þess að geta sinnt hlutverki sínu þurfa rannsóknarstofur sérgreinanna að búa yfir háþróuðum rannsóknartækjum og öflugum upplýsingakerfum.

Starfsemi rannsóknarsviðs er á allmörgum stöðum. Það skapar í sumum tilvikum talsvert óhagræði sem vænta má að hverfi með sameiginlegu og sérhönnuðu húsnæði á nýjum spítala.

Stjórnendur rannsóknarsviðs