Móttökugeðdeild

Meðferð deildarinnar er einstaklingsmiðuð og er stýrt af fjölfaglegu teymi geðheilbrigðisstarfsfólks. Lögð er áhersla á að greina líffræðilega, sálræna og félagslega þætti sem stuðla að eða viðhalda geðsjúkdómi eða geðheilsuvanda. Meðferðarnálgun er fjölþætt og ræðst af þörfum og getu hvers einstaklings. Dæmi um meðferðarform eru einstaklingsviðtöl, lyfjameðferð, raflækningar, hópmeðferð, fjölskylduviðtöl, félagsráðgjöf og fræðsla. Leitað er eftir samvinnu við fjölskyldu og nánustu aðstandendur eftir því sem tök eru á meðan á innlögn stendur og þátttöku þeirra í útskriftarferlinu þegar að því kemur.

Deildin nýtir stoðþjónustu, s.s. iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, næringarráðgjöf, sálgæslu. Stefnt er að því að ná sem mestri samfellu í meðferðinni. Flestir útskrifast heim til sín en eru í eftirfylgd um tíma á göngudeild, á stofu hjá sérfræðingi eða hjá heimilislækni.

Deildin er á 3. hæð C-álmu í geðdeildarbyggingunni við Hringbraut

Heimsóknartímar eru kl. 15:00-17:00, 19:00-20:00 eða eftir samkomulagi

Símatímar eru kl. 13:00-14:00, 16:00-17:00, 19:00-20:00

Símanúmer

  • Vaktnúmer: 543 4048
  • Ritari: 543 4047
  • Deildarstjóri: 543 4243
  • Yfirlæknir: 543 1000

Ábendingum vegna þjónustu deildarinnar má koma til deildarstjóra eða yfirlæknis eftir því sem við á.