Móttökugeðdeild

Móttökugeðdeild 32A er almenn bráðamóttökudeild með 17 rúm. Auk þess sinnir deildin einu bráðarúmi sem ætlað er til skammtímavistunar í allt að einn sólarhring.

Meðferð á deildinni er einstaklingsmiðuð og er skipulögð af fagfólki í samstarfi við sjúkling. Meðferðarnálgun er fjölþætt og ræðst af þörfum og getu hvers einstaklings. Lögð er áhersla á að greina líffræðilega, sálræna og félagslega þætti sem geta stuðlað að eða viðhaldið geðsjúkdómi eða geðheilsuvanda viðkomandi einstaklings. Leitað er eftir samvinnu við fjölskyldu og nánustu aðstandendur, eftir því sem tök eru á. Lögð er áhersla á fjölskyldufundi þar sem áætlanir um heildrænt meðferðarform, stuðning og þörf fyrir samfélagsþjónustu eru gerðar með sjúklingi.

Heimsóknartímar eru kl. 15:00-17:00 og 19:00-20:30 alla daga

Upplýsingabæklingur deildar 32A

Símanúmer
  • Vakt 543 4028
  • Deildarritari 543 4026
  • Deildarstjóri 543 4030
  • Yfirlæknir 543 1000

Ábendingum vegna þjónustu deildarinnar má koma til deildarstjóra eða yfirlæknis eftir því sem við á.