Líknarráðgjafateymi

Tilgangur líknarmeðferðar er að bætalífsgæði sjúklinga sem eru með ólæknandi lífshættulegan sjúkdóm og fjölskyldnaþeirra. Meðferðin felst í því að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, sálrænni,félagslegri og andlegri þjáningu.* 

*Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, 2002

 
Líknarmeðferð á ekki eingöngu við á lokastigum veikinda heldur einnig snemma í veikindaferlinu samhliða annarri meðferð. Líknin á alltaf við en þegar vægi meðferðar til lækninga minnkar eykst vægi líknandi meðferðar.  Í líknarmeðferð er lögð áhersla á meðferð einkenna og að samhæfa umönnun líkamlegum, sálrænum, félagslegum og trúarlegum þáttum.  Ímeðferðinni er lögð áhersla á að hjálpa sjúklingnum á markvissan hátt til að lifa eins innihaldsríku lífi og unnt er fram í andlátið og veita fjölskyldunni stuðning til sjálfsbjargar í sjúkdómsferlinu og sorginni.

Hlutverk líknarráðgjafateymis 
Meginhlutverk líknarteymisins er að gefa ráð um meðferð einkenna, sálfélagslegan stuðning og umönnun einstaklinga sem eru með lífshættulegan,ólæknandi sjúkdóm á hvaða stigi sem er. Ráðgjöfin nær einnig til fjölskyldunnar.

  • Veita ráðgjöf og aðstoð við mat og meðferð líkamlegra einkenna
  • Aðstoða við að sinna sálrænum einkennum sem koma fram í veikindum og sorgarferli
  • Aðstoða við að sinna félagslegum þörfum, t.d. samskiptum innanfjölskyldunnar og almennum félagslegum réttindum 
  • Aðstoða við að sinna andlegum, trúarlegum og tilvistarlegum þörfum.
  • Veita ráðgjöf og aðstoð við og eftir andlát
  • Styðja og aðstoða starfsfólk sem vinnur við umönnun deyjandi sjúklinga 
  • Veita ráðgjöf við útskrift og vera tengiliður við líknardeildir og þjónustu í heimahúsum
  • Standa fyrir og taka þátt í fræðslu tilstarfsfólks, nemenda og almennings um líknandi meðferð
  • Þróa og stuðla að samræmdri notkun leiðbeininga um líknandi meðferð og umönnun deyjandi sjúklinga

Markhópur líknarráðgjafateymis 
Sjúklingar með lífshættulega, ólæknandi sjúkdóma á hvaða sjúkdómsstigi sem er, fjölskyldur þeirra og starfsfólk. Sjúklingar þurfa ekki að vera skráðir í líknandi meðferð. Þeir sem teymið vitjar fá nafnspjald og geta haft samband sjálfir ef þeir óska.

Beiðnir 
Allar fagstéttir geta leitað til teymisins. 

Beiðnir skulu berast starfsmönnum teymisins.
Hjúkrunarfræðingur og/eða læknir teymisins meta beiðnina innan sólarhrings.
Svör frá teyminu erubæði munnleg og skráð í Sögukerfið. Teymið hittist á vikulegum fundum.

Starfsmenn líknarráðgjafateymis
Arndís Jónsdóttir, sérfræðingur í líknandi hjúkrunarmeðferð, sími 825 5115, arndisjo@landspitali.is 
Kristín Lára Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur, sími 825 5114, kristinl@landspitali.is

Aðrir í líknarráðgjafateyminu
Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur
Jón Eyjólfur Jónsson yfirlæknir, öldrunarlækningadeild
Nanna Friðriksdóttir, sérfræðingur í hjúkrun krabbameinssjúklinga,formaður
Sigurlaug Eyjólfsdóttir félagsráðgjafi
Valgerður Sigurðardóttir, yfirlæknir líknardeildar og heimahlynningar í Kópavogi

Áhersla er lögð á markvissa samvinnu við þá sem vinna að líknarmeðferð

Líknarráðgjafateymið er ráðgefandi og sinnir öllum deildum LSH. Meginhlutverk þess er að vera ráðgefandi um líknarmeðferð á bráðadeildum sjúkrahússins. Ráðgjöfin nær til starfsfólks, sjúklinga og aðstandenda.