Móttökudeild 21AM

Á móttökudeild kvenna er almenn göngudeildarþjónusta og bráðaþjónusta fyrir kvensjúkdóma, krabbameinslækningar kvenna og innkirtlakvensjúkdóma. Auk þess er veitt bráðaþjónusta vegna vandamála á fyrsta þriðjungi (fyrstu 12 vikum) meðgöngu og vegna sjúkdóma á fyrstu vikum eftir fæðingu.

Sérmóttökur eru starfræktar fyrir:

  • Eftirlit eftir krabbameinsmeðferð.
  • Eftirlit eftir skurðaðgerðir.
  • Undirbúning fyrir fóstureyðingu (ótímabær þungun)
  • Innkirtlakvensjúkdóma.
  • Endurtekin fósturlát.
  • Getnaðarvarnaráðgjöf.
  • Ýmis sértæk vandamál innan kvensjúkdóma og fæðingahjálpar.

Tekið er við greiðslum vegna aðgerða og lyfjameðferðar á kvenlækningadeild 21A.
Mikilvægt er að hafa samband við heilsugæslustöð eða lækni áður en komið er á móttöku kvenna, þar sem nauðsynlegt er að hafa tilvísun frá lækni. Tilvísunar er ekki þörf ef um er að ræða blæðingar eða verki á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu.

Staðsetning: Á 1. hæð kvennadeildahúss
Opið virka daga kl. 8:00-16:00
Símar:  543 3266 og 543 3265  

Deildarstjóri:  Hrund Magnúsdóttir hrundmag@landspitali.is
Yfirlæknir:  Kristín Jónsdóttir kjonsd@landspitali.is

ATH! Mæðraskoðun er hjá Miðstöð mæðraverndar eða á heilsugæslustöðvum í viðkomandi hverfi, ekki á móttöku kvenna.

< --!Göngudeild fyrir konur með bráða kvensjúkdóma, blæðingar í og utan þungunar og samráðskvaðning frá öðrum deildum. 
Eftirfylgni í kjölfar greiningar og meðferðar krabbameina í grindarholi.  
Göngudeild vegna góðkynja sjúkdóma í kvenlíffærum (eingöngu tilvísanamóttaka).
Skoðanir og önnur þjónusta vegna fóstureyðinga.
Getnaðarvarnaráðgjöf (opin einu sinni í viku).
-->