Kvenlækningadeild 21A

Staðsetning: 1. hæð í A-álmu kvennadeildahúss

Opið alla daga, allan sólarhringinn
Sími: Skiptiborð Landspítala 543 1000

Heimsóknartími:  Kl. 18:30–20:00

 

 

Deildarstjóri: Hrund Magnúsdóttir hrundmag@landspitali.is 
Yfirlæknir: Kristín Jónsdóttir kjonsd@landspitali.is 


Legudeild

Kvenlækningadeild 21A er dag- og legudeild fyrir konur með bráða kvensjúkdóma og konur sem þurfa skurðaðgerð vegna góðkynja eða illkynja sjúkdóma í grindarholi og brjóstum. 

Móttaka

Göngudeild fyrir konur með bráða kvensjúkdóma, blæðingar í og utan þungunar og samráðskvaðning frá öðrum deildum. 
Eftirfylgni í kjölfar greiningar og meðferðar krabbameina í grindarholi.  
Göngudeild vegna góðkynja sjúkdóma í kvenlíffærum (eingöngu tilvísanamóttaka).
Skoðanir og önnur þjónusta vegna fóstureyðinga.
Getnaðarvarnaráðgjöf (opin einu sinni í viku).