Göngudeild

Göngudeildarhús barna- og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL)

Staðsetning

Dalbraut 12 
Opið 8:00 til 16:00 virka daga

Sjá staðsetningu á korti >>

Símanúmer

Móttaka: 543 4300
Bráðaþjónusta eftir lokun: 543 4320 / 543 4338

Starfsemin

Göngudeild barna- og unglingageðdeildar veitir börnum og unglingum að 18 ára aldri þjónustu vegna geð- og þroskaraskana. Starfsemin einkennist af þverfaglegu samstarfi og er skipt í nokkur teymi; bráðateymi, göngudeildarteymi, átröskunarteymi og taugateymi. Unnið er að greiningu og meðferð ásamt fræðslu, þjálfun og ráðgjöf.

Á deildinni starfa hjúkrunarfræðingar, læknar, sálfræðingar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar, leikskólasérkennari, listmeðferðarfræðingar og ritarar.

Nánari upplýsingar um göngudeildina er að finna í upplýsingariti BUGL 

Upplýsingarit fyrir börn og unglinga um göngudeild BUGL (pdf)
Upplýsingarit fyrir foreldra um göngudeild BUGL (pdf)

ENGLISH: