Vökudeild 23D

Aðsetur:   Barnaspítal Hringsins, 3. hæð D álma

Símar á vaktherbergjum: 543 3770 og 543 3771

Deildarstjóri: Margrét Ó. Thorlacius (marthorl@landspitali.is)

Yfirlæknir:  Þórður Þórkelsson (thordth@landspitali.is )

Vökudeild er sjúkradeild fyrir fyrirbura og nýbura, sem þurfa á sérhæfðri meðferð að halda. Bein tenging er frá deildinni inn á 3. hæð kvennadeildahússins þar sem skurðstofur og fæðingarstofur eru staðsettar.

Sjúklingarýmin eru tvö, annars vegar tvískipt rými fyrir 10 gjörgæslusjúklinga og hins vegar salur sem rúmar 12 sjúklinga. Sá salur er fyrir börn sem eru ekki eins veik og einnig litla fyrirbura meðan þeir eru að ná vexti og þroska til að geta útskrifast til síns heima. Auk þessa er eitt einangrunarherbergi á deildinni.

Nýburaskeið spannar fyrstu fjórar vikur lífsins og eru börn því ekki lögð inn á þessa deild ef þau eru eldri en mánaðargömul. Flest börnin eru lögð inn á deildina strax eftir fæðingu og hafa fæst þeirra verið útskrifuð af fæðingarstofnuninni.