Göngudeild 20E

Aðsetur: Jarðhæð Barnaspítala Hringsins. Á horni  Barónstígs og Hringbrautar Sjá nánar staðsetningu  >>

Göngudeildin er opin alla virka daga frá kl. 8:00 til 16:00.

Símar göngudeildar: 543 3700 og 543 3701

Deildarstjóri: Ingileif Sigfúsdóttir (ingilsig@landspitali.is

Yfirlæknir: Ragnar Bjarnason (ragnarb@landspitali.is )

Á göngudeildina koma börn og unglingar til viðtals eða eftirlits hjá læknum, hjúkrunarfræðingum eða öðrum fagaðilum.
Hér fer fram eftirlit með börnum sem legið hafa á Barnaspítalanum eða komið á bráðamóttöku.

Einnig er veitt sérhæfð göngudeildarþjónusta fyrir nýbura og börn með astma og ofnæmi, brunaáverka, hjartasjúkdóma, krabbamein, meltingarfærasjúkdóma, skarð í vör og gómi, smitsjúkdóma sykursýki, svefnvandamál, taugasjúkdóma, nýrna- og þvagfærasjúkdóma og ýmsa sjaldgæfa sjúkdóma.

Á göngudeildinni er miðstöð sjúkrahústengdrar heimaþjónustu barna.

Börn sem leggjast inn á Barnaspítalann koma fyrst til innskriftar og undirbúnings á göngudeildina ef ekki er um bráðainnlögn að ræða.